Fleiri fréttir

Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni

Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda.

Hlakkar til að takast á við breytingar með stjórnvöldum

Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, líst vel á þau atriði sem snúa að landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hlakka til að takast á við breytingar í samvinnu við stjórnvöld.

Friðargæsluliðar SÞ skiptu vopnum fyrir gull

Pakistanskir friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Kongó skiptu á vopnum fyrir gull við herskáa hópa sem þeim var ætlað að afvopna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Kongósku herliðin áttu sök á verstu mannréttindabrotum á meðan borgarastríðið stóð yfir í landinu. Skiptin fóru fram árið 2005.

Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau.

Hive braut gegn fjarskiptalögum

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt.

Ópíum gæti orðið stór útflutningsvara Íraka

Bændur í suðurhluta Írak eru farnir að rækta ópíum í stað hrísgrjóna. Þetta hefur vakið ótta um að landið gæti orðið stór útflytjandi heróíns, líkt og gerðist í Afghanistan. Breska dagblaðið Independent segir að hrísgrjónabændur við borgina Diwaniya, suður af Bagdad, hafi snúið sér frá hrísgrjónarækt og rækti nú ópíum.

Vilja fá svar áður en ráðist verður í umhverfismat

Forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar þrýsta á um að sveitarfélög á Vestfjörðum svari á næstu mánuðum hvort vilji sé fyrir því að reisa olíuhreinsistöð í landshlutanum áður en fyrirtækið leggur út í umhverfismat.

Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum

Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu.

Gleðitíðindi fyrir farsímanotendur í Evrópu

Kostnaður við að hringja úr farsíma í Evrópu mun lækka verulega ef ný áætlun Evrópusambandsins gengur í gegn. Lögmenn ESB hafa ákveðið að styðja ákvörðun um að setja þak á rokkandi farsímagjöld. Sú upphæð sem farsímanotendur eru nú rukkaðir fyrir að nota farsímana í útlöndum, mun lækka um allt að 75 prósent.

Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn

Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna.

Sjö bandarískir hermenn létust í Írak

Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp.

Guðlaugur Þór inn - Sturla út

Ein breyting varð á ráðherrahópi sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra en Sturla Böðvarsson lætur af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Sturla kveðst fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra.

Þingkonur Sjálfstæðisflokks segjast sáttar

Þingkonur Sjálfstæðisflokksins segjast sáttar við ráðherravalið þótt þær hefðu kosið að fleiri konur færu í ríkisstjórn af hálfu flokksins. Þorgerður Katrín er eina konan í sex manna ráðherrahópi flokksins.

Tveir teknir með sprengjur í Tyrklandi

Par var handtekið af lögreglu í Adana í Tyrklandi í morgun með fimm kg af sprengiefni í fórum sínum. Ríkisrekna fréttastofan Anatolian skýrði frá þessu. Ekki er ljóst hvort fólkið tengist sprengjutilræðinu í höfuðborginni Ankara í gær. En þar létust sex manns og rúmlega 100 slösuðust.

Fagnar því að ríkisstjórn er mynduð á skömmum tíma

Fyrr í morgun gékk Geir Haarde forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og gerði honum grein fyrir lyktum stjórnarmyndunarviðræðna. Forsetinn fagnaði því að stjórn hefði verið mynduð á skömmum tíma og að ekki hefði þurft að koma til atbeina forsetaembættisins við myndun stjórnar.

Tveir yfirheyrðir aftur vegna mannráns Madeleine

Portúgalska lögreglan er nú að yfirheyra tvo aðila vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Fólkið mun vera yfirheyrt sem vitni og hefur áður verið kallað til yfirheyrslu vegna málsins. Á fréttavef Sky segir að Robert Murat sé ekki annar aðilanna. Kate og Gerry foreldrar Madeleine eru nú í Fatima í Portúgal þar sem þau heimsækja heilagt hof.

Láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi samstarf

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stefnuskrá ríkistjórnarinnar endurspegla þau atriði sem flokkurinn lagði áherslu á fyrir kosningar. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkana sammála um að láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi stjórnarsamstarf. Þetta kom fram í máli formannanna á blaðamannafundi á Þingvöllum fyrir skemmstu.

Ankara sprenging var sjálfsmorðsárás

Nú er ljóst að sprengjutilræðið sem varð sex manns að bana og særði meira en 100 manns í Ankara í Tyrklandi í gær var sjálfsmorðsárás. Kemal Onal ríkisstjóri höfuðborgarinnar tilkynnti í dag að rannsóknir á vettvangi leiddu þetta í ljós. Sprengingin varð á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ulus sem er fjölfarið verslunar og markaðshverfi.

Þingvallastjórn vill endurskoða landbúnaðarkerfi og lífeyriskjör þingmanna

Áhersla verður lögð á að tryggja stöðugleika í íslenska efnahagslífinu og farið verður í endurskoðun á landbúnaðarkerfinu og eftirlaunum þingmanna og ráðherra ef ásamt því að lengja fæðingarorlof í áföngum. Þetta kom fram á fréttamannafundi á Þingvöllum í morgun þar sem formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar.

Tólf dæmdir fyrir morð á serbneskum forsætisráðherra

Serbneskur dómstóll hefur dæmt 12 menn fyrir morðið á hinum vesturlandasinnaða forsætisráðherra Zoran Djindjic í Belgrad árið 2003. Allir hinna dæmdu höfðu neitað ákærunum, en þeir eru meðal annars meðlimir öryggislögreglunnar og eru taldir tengjast mafíuforsprökkum.

Danir styðja hvalveiðar undir eftirliti

Dönsk stjórnvöld ætla að styðja hvalveiðar undir ströngu eftirliti vísidanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. Per Stig Möller utanríkisráðherra segist njóta stuðnings umhverfisnefndar þingsins í þessu máli enda sé hér miðað við sjálfbærar veiðar, sem ekki ógni hvalastofnunum.

130 sviptir ökuskírteini fyrir hraðakstur í Danmörku

Ríflega 130 manns voru sviptir ökuskírteini í sérstöku umferðarátaki lögreglunnar í Danmörku í síðustu viku. Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að alls hafi 1400 ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur á hraðbrautum Danmerkur.

Björn sáttur við niðurstöðuna

Björn Bjarnason, sem verður áfram dóms- og kirkjumálaráðherra í nýrri ríkisstjórn, segir að honum lítist vel á þá niðurstöðu sem varð í vali á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og samstarfið við Samfylkinguna. Góð samstaða hafi verið um málefnasamninginn hjá sjálfstæðismönnum og líka um verkaskiptinguna.

Kristján segist fara í draumaráðuneytið

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og nýr samgönguráðherra, sagðist eftir að tilkynnt var um hverjir yrðu ráðherrar flokksins að samgönguráðuneytið hefði verið draumaráðuneytið sitt. Hann hefði lengi haft áhuga á samgöngumálum og setið í samgöngunefnd Alþingis síðastliðin tvö kjörtímabil.

Nýr iðnaðarráðherra mun stíga varlega til jarðar

Mitt stærsta verkefni verður að skapa sátt á milli verndunarsjónarmiða og nýtingarsjónarmiða,“ segir Össur Skarphéðinsson, nýr iðnaðarráðherra. Hann segir stóriðjumálin hafa skipt þjóðinni í tvennt. „Við ætlum að byrja upp á nýtt.“

Svona er þetta bara

„Svona er þetta bara,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að ljóst var að hún er eina konan af hálfu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hún verður áfram menntamálaráðherra.

Viðskiptaráðuneytið spennandi

Björgvin G. Sigurðsson nýr viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir viðskiptaráðuneytið spennandi ráðuneyti og mörg stór verkefni framundan á þeim vettvangi. Hann lýsti ánægju sinni með stjórnarsáttmálann, sáttmálinn væri metnaðarfullur og hefði fengið glymjandi fínar móttökur hjá flokksmönnum.

Tími Jóhönnu kominn

Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi ráðherra velferðarmála, segist hlakka til að setjast aftur í ráðherrastól en hún sat sem félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994. Aðspurð segir hún ráðuneytið hafa breyst mikið síðan þá og bendir á að almannatryggingarnar færist nú til þess frá heilbrigðisráðuneytinu.

Mikilvæg ráðuneyti undir stjórn Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir það hafa verið erfitt verk að velja fólk á ráðherralista flokksins. Hún segist ánægð með að flokkurinn skuli fara fyrir samgönguráðuneytinu, en Kristján L. Möller er nýr samgönguráðherra. Hún segir flokkinn einnig leggja mikla áherslu á ráðuneyti hins nýja atvinnulífs, iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðnuneytið.

Munum standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það spennandi tilhugsun að taka við báðum ráðuneytunum en hann hefur verið sjávarútvegsráðherra í nærri tvö ár.

Nýjar þingkonur hefðu viljað sjá fleiri konur á meðal ráðherra

Arnbjörg Sveinsdóttir segir að konur innan flokksins finni sinn tíma og að þær komi sterkar inn á öðrum sviðum í störfum flokksins. Nýjir þingmenn flokksins, þær Guðfinna Bjarnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir segjast báðar hafa viljað sjá fleiri konur í ráðherraliðinu.

Hefði kosið jafnari hlut kynjanna

Ásta Möller, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segist hafa kosið betri hlut kvenna í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en fimm af ráðherrum flokksins eru karlar.

Kostir einkareksturs nýttir í meiri mæli segir nýr heilbrigðisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson verður heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið skipt upp og í samtali við Stöð 2 sagði Guðlaugur að breytingin felist helst í því að almannatryggingarnar fara úr heilbrigðisráðuneytinu en að sjúkratryggingar verði áfram undir hatti heilbrigðisráðherra.

Sturla hefði viljað sitja áfram sem ráðherra

Sturla Böðvarsson sem hverfur úr samgönguráðuneytinu og sest í stól forseta Alþingis segist hafa viljað vera ráðherra áfram í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar en þetta hafi verið niðurstaðan í flokknum.

Annasamur dagur hjá Geir og Ingibjörgu

Stjórnarsáttmálinn og ríkisstjórnaraðild verða borin undir fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks og flokksstjórnar Samfylkingarinnar í kvöld og ráðherralistar undir þingflokka. Búist er við að formenn flokkanna kynni hvaða ráðherrar sitja í ríkisstjórninni að loknum fundunum.

Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar

Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar.

Strætóferðir á 30 mínútna fresti í sumar

Öllu leiðarkerfi Strætó bs. verður breytt yfir sumartímann þannig að allar ferðir verða á hálftíma fresti í stað tuttugu mínútna. Ástæðan er sparnaður, starfsmannekla og færri farþegar á sumrin segir nýráðinn framkvæmdastjóri Strætó.

Endurvinnsluátak í pappír

Aðeins fjörutíu prósent af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír.

Segist saklaus

Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko.

Aukafréttatími Stöðvar 2 á Vísi

Í kvöld verða ráðherralistar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kynntir. Um leið og tíðindi berast úr herbúðum flokkana fer í loftið bein útsending á Stöð 2 og hér á Vísi. Smellið á takkann spila hér fyrir neðan til þess að fylgjast með útsendingunni.

Öflug, frjálslynd umbótastjórn

Væntanleg ríkisstjórn verður öflug og frjálslynd umbótastjórn að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. Jafn margar konur og karlar munu skipa ráðherraembætti flokksins.

Öflug sprenging í Ankara

Að minnsta kosti 4 týndu lífi og rúmlega 60 særðust þegar sprengja sprakk á háannatíma við verslunarmiðstöð í Ankara, höfuðborg Tyrklands, nú síðdegis. Erdogan forsætisráðherra segir hryðjuverk sem verði refsað fyrir. Engin samtök hafa lýst illvirkinu á hendur sér.

Framsóknarmenn þöglir um framtíð formannsins

Framsóknarmenn gefa ekkert uppi um framtíð Jóns Sigurðssonar formanns flokksins og sjálfur tjáir hann sig ekki við fjölmiðla. Siv Friðleifsdóttir var í dag kjörin þingflokksformaður flokksins og segjast þingmenn Framsóknar ætlað að veita frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar harða stjórnarandstöðu.

Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla

Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa.

Sjá næstu 50 fréttir