Innlent

Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana

Urriðafoss.
Urriðafoss.

Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar.

Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun að fyrirtækið hafi tekið tilboði samstarfsaðilanna VST, VGK-Hönnunar og Rafteikningar í ráðgjafaþjónustu vegna undirbúnings virkjananna þriggja. Þessir aðilar áttu hagstæðasta tilboðið sem barst í útboðið.

Verkið felst í svokallaðri útboðshönnun mannvirkja og gerð útboðsgagna ásamt nauðsynlegri undirbúnings- og rannsóknarvinnu fyrir hönnun mannvirkja. Einnig felst í því rýni á verkhönnun virkjananna og hönnunarforsendum og endurskoðun á áætluðu vatnsrennsli og vatnsborði ásamt nánari skoðun á staðsetningu stíflumannvirkja eins og segir í tilkynningunni.

Fyrirtækin fá tæplega 1400 milljónir króna fyrir verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×