Innlent

Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex

Jón Sigurðsson, fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði.

Sex fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins sitja nú hádegisverð með fyrrverandi samráðherrum úr Sjálfstæðisflokki hjá forseta Íslands á Bessastöðum eftir að hafa látið af ráðherraembætti.

Tvö þeirra hafa setið lengst í ráðherraembætti eða í tólf ár, það eru þau Guðni Ágústsson, fráfarandi landbúnaðarráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi utanríkisráðherra. Magnús Stefánsson, Jónína Bjartmarz og Siv Friðleifsdóttir hafa setið skemur. Þau eiga þau öll rétt á biðlaunum ráðherra samkvæmt lögum frá 1995.

Ráðherralaun eru 929 þúsund krónur en inn í því er þingfararkaup sem eru á sjötta hundrað þúsund krónur. Jón Sigurðsson var formaður Framsóknarflokksins í níu mánuði og hann var ekki þingmaður. Vegna skammrar setu sinnar í ráðherrastóli fær Jón biðlaun í þrjá mánuði í stað sex hjá samherjum hans. En til að fá biðlaun í sex mánuði hefði Jón þurft að vera ráðherra samfellt í að minnsta kosti eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×