Fleiri fréttir

Öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu

Að minnsta kosti 1.700 manns eru taldir hafa týnt lífi þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir indónesísku eynna Jövu í nótt. Miklar skemmdir hafa orðið á húsum á skjálftasvæðinu en engrar flóðbylgju hefur þó orðið vart á svæðinu.

Hnúfubakur í höfninni í Reykjavík

Kennarar úr Klébergsskóla fengu óvæntan bónus í skemmtiferð á hvalaskoðunarbáti Eldingar um Faxaflóa í gærkvöldi. Þegar þeir sigldu inn hafnarmynnið í gömlu höfninni birtist stærðarinnar hnúfubakur rétt við endan á Ægisgarði.

Porti Hafnarhússins breytt í óperusal

Heldur óvenjuleg óperusýning var frumsýnd í porti Hafnarhússins í kvöld. Óperan Föðurlandið, Le Pays, fjallar um ástir fransks sjómanns og íslenskrar sveitastúlku og margt bendir til að óperan byggi á sönnum atburðum.

Mótmælaganga vegna morða í Belgíu

Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum.

Bush og Blair viðurkenna mistök

George Bush og Tony Blair viðurkenna að ákvörðunin um innrásina í Írak hafi verið byggð á fölskum forsendum. Þeir segja að fjölmörg mistök hafi verið gerð við uppbyggingu landsins.

Kulajeff fékk ævilangt fangelsi

Dómstóll í Rússlandi dæmdi í morgun tsjetsjenskan hryðjuverkamann í ævilangt fangelsi fyrir aðild sína að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í september 2004. 330 létust í þeim hildarleik, röskur helmingur þeirra börn.

Nýr flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar

Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa.

Elsti kjósandinn er 108 ára

Elsti kjósandinn í sveitarstjórnarkosningunum á morgun er 108 ára en um sextán þúsund og fimm hundruð manns mega kjósa í fyrsta sinn.

Klippt framan af fingri manns

Klippt var framan af fingri manns á fimmtugsaldri með garðklippum og tveir aðrir menn beittir harðræði í húsi í miðbæ Akureyrar fyrir hádegi í gær. Þá er talið að annar mannanna sé hugsanlega nefbrotinn.

Yfir tíu þúsund hafa þegar kosið

Yfir tíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Vildi frekar sprengja skemmtistað en flugvöll

Upptökur með samtölum manna sem skipulögðu sprengjutilræði á skemmtistaðnum Ministry of Sound í Lundúnum fyrir rúmum tveimur árum voru spiluð í réttarhöldunum yfir þeim í dag. Þar kemur meðal annars fram að forsprakki hópsins ætlaði að fá sér vinnu á staðnum til að auka líkurnar á tilræðið myndi heppnast, auk þess sem honum fannst æskilegra að spregja skemmtistað en flugvöll því öryggisgæslan væri minni.

Telur íkvekju ekki óhugsandi

Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp.

Sviftivindar tíðir yfir fjöllum

Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands.

Erlendum ferðamönnum fjölgar

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fara fram í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar.

Geirþrúður Alfreðsdóttir hefur verið ráðin flugrekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Geirþrúður hefur m.a. starfað sem flugstjóri hjá Icelandair, deildarstjóri flugöryggisdeildar Flugmálastjórnar Íslands og formaður rannsóknarnefndar flugslysa segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Geirþrúður er m.a. með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, C.S. próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og atvinnuflugmannspróf. Auk þess hefur hún sótt fjölda námskeiða í flugöryggismálum og flugslysarannsóknum. Geirþrúður mun hefja störf á næstu vikum.

HB Grandi tapar 1.337 m.kr.

HB Grandi birti uppgjör fyrsta ársfjórðungs eftir lokun markaða síðastliðin miðvikudaginn og var niðurstaðan tap upp á 1.337 m.kr. samanborið við 763 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra.

Tekur við innanlandsfluginu 1. júní

Samningar hafa náðst um kaup Flugfélags Vestmannaeyja á flugvélum og tilheyrandi búnaði sem Landsflug hefur notað í innanlandsfluginu. Um er að ræða tvær nítján sæta Dornier 228 vélar og eina sex sæta Chivtainflugvél sem Landsflug hefur notað í sjúkraflugi.

Engar fregnir af mannfalli í Washington

Engar fregnir hafa borist af mannfalli eftir að skothvellir heyrðust í bílageymslu hinnar svokölluðu Rayburn-byggingar, í næsta nágrenni við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum að íslenskum tíma.

Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga

Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag.

Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði

Snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við Gimbrakletta á Siglufirði um eitt leitið í dag. Svo virðist sem sólbráð hafi komið flóðinu af stað, en sólkskin er búið að vera á Siglufirði í dag. Talið er öruggt að varnagarðar sem eru í hlíðinni hafa varnað því að flóðið náði til byggða, en flóðið stækkaði ört eftir því sem neðar dró.

Skothríð heyrðist í þinghúsinu í Washington

Skothríð heyrðist í eða við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fyrir stundu. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær að fara inn í eða út. Ekki liggja fyrir nánari fregnir af þessu á þessari stundu en við munum að sjálfsögðu greina frá þeim um leið og þær berast.

Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi

Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur.

Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við.

Löggæsla stórefld á Kirkjubæjarklaustri

Löggæsla á Kirkjubæjarklaustri verður stórefld um komandi helgi en tilefnið er árlegt mótorkrossmót sem haldið verður í grennd við Kirkjubæjarklaustur þessa helgi og er eitt fjölmennasta akstursíþróttamót landsins, þetta kemur fram á vef lögreglunnar.

Úrslit í mjólkurfernusamkeppni

Í morgun var tilkynnt um úrslit í samkeppni MS um texta á mjólkurfernur. 64 textar hlutu verðlaun en höfundunum var sett fyrir að svara spurningunni "Hvað er að vera ég?" í 60-100 orðum. Hver af þessum 64 textum mun birtast á um 600 þúsund mjólkurfernum næstu tvö árin, þannig að höfundarnir ungu munu fá mun betri dreifingu en flest íslensk skáld.

DV braut gegn siðareglum Blaðamannafélagsins

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands segir ritstjórn DV hafa brotið gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í janúar síðastliðnum.

Könnun á fylgi flokka á Álftanesi

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%.

Klippti af fingri manns með garðklippum

Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn sem réðust á aðra þrjá í húsi í miðbæ Akureyrar um hádegisbil í gær. Klippt var framan af fingri eins mannsins með garðklippum.

Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73.400 talsins samanborið við 69.700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra, þetta kemur fram á vef ferðamálastofu.

Sprengt við markað í Bagdad

Í það minnsta fjórir létust og 30 slösuðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad í morgun. Sprengjan sprakk rétt eftir að forsætisráðherra Íraks sagði það eitt allra mikilvægasta verkefni nýrrar stjórnar að berjast gegn ofbeldi í höfuðborginni.

Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku.

Friðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær.

Aukafriðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Þessir 150 fyrstu munu tryggja öryggi flugvallarins í höfuðborginni Dili en alls hafa Ástralir sagst munu senda þrettán hundruð hermenn til þess að hjálpa til við að koma á friði í landinu unga.

Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut

Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang.

Bush og Blair óánægðir með árangur í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segja stríðið í Írak ekki hafa gengið eins vel og þeir hefðu vonast til. Bush sagði mörg mistök hafa verið gerð í tengslum við innrásina, þau alvarlegustu hafi verið pyntingarnar í Abu Graib fangelsinu. Blair er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.

Tjón bænda vegna kuldakasts

Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum.

Ólíkar niðurstöður skoðanakannana

Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa.

Dæmt í Enron-málinu

Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Enron, Ken Lay og Jeffrey Skilling, voru í gær fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða, í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Skilling getur átt von á allt að 185 ára fangelsi en Lay getur búist við allt að 65 ára fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir