Innlent

Klippti af fingri manns með garðklippum

Lögreglan á Akureyri handtók í gær þrjá menn sem réðust á aðra þrjá í húsi í miðbæ Akureyrar um hádegisbil í gær. Klippt var framan af fingri eins mannsins með garðklippum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum þremur, ekki var hægt að yfirheyra mennina fyrr en í morgun það sem þeir þurftu að sofa úr sér. Mennirnir hafa oft komið við sögu lögreglunnar og er ekki ólíklegt að þessi árás tengist fíkniefnaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×