Innlent

Könnun á fylgi flokka á Álftanesi

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði skoðanakönnun fyrir íbúasamtökin Betri Byggð á Álftanesi, um fylgi stjórnmálaflokka á Álftanesi vegna bæjarstjórnakosninga í vor. Könnunin fór fram dagana 17. til 18. maí og stuðst var við 600 manna úrtak íbúa Álftanes 18 ára og eldri. Svarhlutfall í könnuninni var um 60%.

Niðurstöður Helstu niðurstöður könnunarinnar er að Álftaneslistinn bætir við sig tæplega 10% fylgi frá síðustu kosningum og mælist nú með 53,2% fylgi en fékk 43,9% fylgi í kosningunum 2002. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæplega 10%, fékk rúmlega 56% fylgi í síðustu kosningum en mælist nú með 46,8% fylgi.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa einum bæjarfulltrúa yfir til Álftaneslistans þ.e. Álftaneslistinn fengi fjóra bæjarfulltrúa en Sjálfsæðisflokkur þrjá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×