Erlent

Frumvarp um ríkisborgararétt ólöglegra innflytjenda samþykkt

Bill Frist, leiðtogi meirihlutans í bandarísku öldungadeildinni (með Harry Reid, leiðtoga minnihlutans, og Patrick Leahy öldungadeildarþingmanni)
Bill Frist, leiðtogi meirihlutans í bandarísku öldungadeildinni (með Harry Reid, leiðtoga minnihlutans, og Patrick Leahy öldungadeildarþingmanni)

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær umdeilt frumvarp sem gefur milljónum ólöglegra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. 62 voru fylgjandi frumvarpinu en 36 greiddu atkvæði gegn því. Frumvarpið kveður einnig á um stóraukið landamæraeftirlit á landamærunum við Mexíkó til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku.

Frumvarpið gengur í berhögg við tveggja mánaða gamla reglugerð fulltrúadeildarinnar um viðbrögð við innflytjendavandanum, sem gengur út á harðari refsingar fyrir ólöglega innflytjendur. Um ellefu og hálf milljón ólöglegra innflytjenda býr nú og starfar í Bandaríkjunum en þessi hópur er eftirsótt vinnuafl þar sem hann getur ekki krafist sömu kjara og aðrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×