Innlent

Úrslit í mjólkurfernusamkeppni

Í morgun var tilkynnt um úrslit í samkeppni MS um texta á mjólkurfernur. 64 textar hlutu verðlaun en höfundunum var sett fyrir að svara spurningunni "Hvað er að vera ég?" í 60-100 orðum. Hver af þessum 64 textum mun birtast á um 600 þúsund mjólkurfernum næstu tvö árin, þannig að höfundarnir ungu munu fá mun betri dreifingu en flest íslensk skáld.

MS hefur nú í áratug nýtt mjólkurfernur sem vettvang málræktar, tjáningar og sköpunar. Á fernunum hafa birst leiðbeiningar um íslenskt málfar og ýmiss konar fræðsla, auk örsagna og ljóða barna. Nú fengu framhaldsskólanemar í fyrsta skipti að spreyta sig í keppninni en keppt var í flokki framhaldsskólanema og í flokki 5.-7. bekkjar í grunnskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×