Innlent

Tjón bænda vegna kuldakasts

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson MYND/Haraldur Jónasson

Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum.

Dæmi eru um að fræ og áburður hafi alveg fokið úr sumum ökrunum ásamt talsverðu af jarðvegi þannig að mikil vinna hafi farið í súginn. Auk þessa hefur gróðri ekkert farið fram í kuldakaflanum og bændur verða að seinka því að hleypa kúnum út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×