Innlent

Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut

Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang. Þegar öryggisverðir komu á vettvang lagði reyk um húsið og kölluðu þeir þegar á slökkvilið, sem náði að slökkva eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Talið er að kviknað hafi í bíl, sem var inni í geymslunni, en orsakir þess eru ókunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×