Erlent

Friðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær.

Aukafriðargæslulið frá Ástralíu kom til Austur-Tímor í gær. Þessir 150 fyrstu munu tryggja öryggi flugvallarins í höfuðborginni Dili en alls hafa Ástralir sagst munu senda þrettán hundruð hermenn til þess að hjálpa til við að koma á friði í landinu unga. Auk þess er von á liðsafla frá Nýja-Sjálandi, Malasíu og Portúgal, sem voru nýlenduherrar Austur-Tímora. Ofbeldið heldur áfram milli stjórnarhersins og fyrrverandi hermanna sem voru reknir úr hernum í mars fyrir að mótmæla mismunun í hernum og létust þrír í átökunum í gær




Fleiri fréttir

Sjá meira


×