Erlent

Mótmælaganga vegna morða í Belgíu

Ættingjar banfóstrunnar, Oulemata Niangadou, í göngunni í dag.
Ættingjar banfóstrunnar, Oulemata Niangadou, í göngunni í dag. MYND/AP

Þúsundir manna gengu um götur í Belgíu í dag til að sýna andstöðu sína við kynþáttahatur. Mótmælagangan er tilkomin vegna morðs á tveggja ára stúlku og barnfóstru hennar þar í landi á dögunum.

Belgíska þjóðin var slegin óhug þegar morðin voru framin í borginni Antwerpen fyrir tveimur vikum. Hin 24 ára gamla barnfóstra, Oulemata Niangadou frá Malí, var þá á gangi í miðborg Antwerpen með hina tveggja ára gömlu Lunu Drowart þegar þær voru skotnar til bana. Eina ástæðan sem talin er liggja að baki morðunum er sú að Niangadou var svört á hörund. Pilturinn sem grunaður er um ódæðið náðist á vettvangi en hann náði þó áður að skjóta aðra konu, en sú er af tyrknesku bergi brotin. Hún særðist þó ekki lífshættulega.

Lögregla segir að átján til tuttugu þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag. Morðin hafa komið af stað miklum umræðum í Belgíu um það hvort hvort meira kynþáttahatur og ofbeldisglæpir því tengt grasseri undir yfirborðinu en hingað til hefur verið talið. Þá hefur þrýstingur á stjórnvöld um herta byssulöggjöf í Belgíu aukist til muna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×