Erlent

Engar fregnir af mannfalli í Washington

Mynd AP

Skothvellir heyrðust í bílageymslu hinnar svokölluðu Rayburn-byggingar, í næsta nágrenni við þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum, á þriðja tímanum að íslenskum tíma. Byggingunni hefur verið lokað og enginn fær því að fara inn eða út úr húsinu, auk þess sem Capital-hæð, sem þinghúsið, Rayburn-byggingin og fleiri opinberar byggingar standa á, hefur verið girt af.

Engar fregnir hafa borist af mannfalli en Sky-fréttastöðin greindi frá því skömmu fyrir fréttir að fjórir sjúkrabílar séu komnir á vettvang. Þingfundur var í gangi í þinghúsinu þegar skothvellirnir eru sagðir hafa heyrst, en ekki þótti ástæða til að slíta fundinum. Enginn fær þó að fara úr þinghúsinu, frekar en Rayburn-byggingunni, fyrr en lögregla hefur rannsakað málið nánar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×