Fleiri fréttir Slasaðist á fæti í Hlíðarfjalli Slys varð í Hlíðarfjalli á Akureyri í morgun þegar spotti slitnaði í togbraut. Maður var að fara upp fjallið í diskalyftu en þegar hann hugðist fara úr lyftunni gaf spottinn sig sem tengdur er með þeim afleiðingum að maðurinn meiddist á fæti. 21.4.2006 15:47 Forseta líkt við einræðisherra Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins. 21.4.2006 14:41 Deilt um skipan þingforseta á Ítalíu Hveitibrauðsdagar sigurvegara þingkosninganna á Ítalíu urðu töluvert færri en búist var við. Brestir eru komnir í Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, sem staðfest var í vikunni að náð hefði naumum meirihluta í báðum deildum þings. 21.4.2006 14:30 Stjórnarandstæðingar fá að bjóða fram í Nepal Gyanendra, konungur Nepals, hefur ákveðið að leyfa stjórnarandstöðuflokkum í landinu að bjóða fram eigin forsætisráðherraefni. Hann segir þó að starfandi ríkisstjórn verði áfram við völd enn um sinn. Nepal hefur logað í óeirðum í rúman hálfan mánuð og hafa fjórtán fallið í átökum við öryggissveitir á þeim tíma. Mótmælendur hafa krafist þess að konungur afsalaði sér alræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rétt rúmu ári. 21.4.2006 13:47 Ásþungi takmarkaður fyrir austan Vegagerðin hefur ákveðið að takmarka ásþunga á nokkrum vegum á Miðausturlandi vegna hættu á slitlagsskemdum. Takmörkunin er við sjö tonna ásþunga. 21.4.2006 12:45 Frestað vegna endurupptöku í Bretlandi Mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðsdómur frestaði málinu þar sem enn er beðið endurupptöku málsins í Bretlandi. 21.4.2006 12:30 Gengislækkun hefur áhrif á leiguverð bíla Afborganir á bílum í rekstrar- og einkaleigu hækka vegna lækkandi gengis krónunnar og aukinnar verðbólgu. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að einstaklingar gætu þurft að meta stöðuna upp á nýtt því ekki sé svo auðvelt að losna undan samningum. 21.4.2006 12:15 Enn langt í framkvæmdir við Sundabraut Vegamálastjóri segir ekki hægt að hefja lagningu Sundabrautar fyrr en hönnun hennar er lokið. Hönnunin getur tekið eitt og hálft ár en ekki verður hafist handa við hana fyrr en ákvörðun liggur fyrir um hvar Sundabrautin á að liggja. 21.4.2006 12:11 Deildu um bensínálögur Stjórnarandstæðingar á þingi kröfðust þess í morgun að stjórnvöld lækkuðu álögur á eldsneyti til að draga úr efnahagslegum áhrifum verðhækkana á bensíni. Stjórnarliðar gáfu hins vegar lítið fyrir slíkt. 21.4.2006 12:01 Mikil aukning félagsmanna Rúmlega hundrað nýir félagar bættust í Verkalýðsfélag Húsavíkur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fyrr í vikunni. Þetta er rúmlega tífalt meira en venja er til á slíkum fundum. 21.4.2006 11:45 Nígerumenn ætla að gera upp við lánadrottna Stjórnvöld í Nígeríu stefna að því að greiða margra milljarða skuld sína við hinn svokallaða Parísarklúbb sem nítján lánadrottnar tilheyra, þar á meðal Bretar, Rússar og Þjóðverjar. Þar með yrðu Nígeríumenn fyrsta Afríkuríkið til að gera upp alþjóðlega lánadrottna. Um er að ræða greiðslu sem nemur jafnvirði rúmlega 350 milljarða íslenskra króna. Eftir það skulda þó Nígeríumenn áfram jafnvirði tæplega 400 milljarða króna. 21.4.2006 10:48 Bjartsýn á tilboð frá samninganefndum Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu munu hittast á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Þetta er annar samningafundurinn milli samninganefndanna. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra starfsmanna á dvala- og hjúkrunarheimilum, segist bjartsýn á að einhver tilboð komi fram á fundinum. 21.4.2006 09:56 Ófært fyrir vestan og víða leiðindafærð Færð á vegum er víða ekki eins og best verður á kosið á þessum öðrum sumardegi ársins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er ófært yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði er þungfær auk þess sem hálkublettir eru á flestum heiðum á Vestfjörðum. 21.4.2006 09:54 Tveir létust í eldsvoða Að minnsta kosti tveir stúdentar létu lífið og fjórir slösuðust þegar eldur kviknaði í Ríkisháskólanum í Moskvu í morgun. Byggingin er eitt eftirtektarverðasta kennileiti höfuðborgar Rússlands. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kviknaði á tótfu hæð í heimavist skólans. 21.4.2006 09:51 Óttast að laun lækki Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi. 21.4.2006 09:30 Tekjutenging verður ekki afnumin Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki stefna að því að fella niður tekjutengingu almannatryggingabóta. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 21.4.2006 09:15 Trassa að fara til tannlæknis Áttunda hvert ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára hefur ekki farið til tannlæknis um tveggja ára skeið og helmingur þeirra ekki um þriggja ára skeið. 21.4.2006 08:53 Elísabet Bretlandsdrottning fagnar 80 ára afmæli Elísabet önnur Bretlandsdrottning fagnar áttræðis afmæli sínu í dag. Opinber hátíðarhöld í tilefni af afmælinu hefjast fyrir hádegi í dag en drottningin mun halda upp á afmæli sitt í Windsor kastala í dag. 21.4.2006 08:30 Nýtt þjónustuver Reykjavíkurborgar Á mánudaginn opnar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar þjónustuver í Skúlatúni 2. Nýja þjónustuverið mun taka við helstu verkefnum sem áður var sinnt af fimm minni afgreiðslum sem voru staðsettar í höfuðstöðvum sviðsins. Undirbúningur að stofnun þjónustuversins hefur staðið frá því í september en það er áfangi í skilulagsbreytingum sem unnið hefur verið að í rúmt ár. Almenn afgreiðsla verður lokuð til hádegis í dag vegna breytinganna. 21.4.2006 08:15 Verið að moka vegi á Vestfjörðum Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þæfingur á heiðum og mokstur stendur yfir. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og ófært er um Eyrarfjall en mokstur er hafinn. Þá eru hálkublettir víða á heiðum á Norður- Norðaustur og Austurlandi. Þjóðvegir á Suður- og Suðausturlandi eru greiðfærir. 21.4.2006 08:01 Lausna leitað í milliríkjadeilu milli Japan og Suður-Kóreu Tilraun verður gerð í dag til að leysa þá milliríkjadeilu sem upp er komin á milli Japans og Suður-Kóreu. Málið varðar eyjaklasa og hafssvæðið þar í kring sem bæði ríki gera tilkall til. 21.4.2006 08:00 Lítill árangur hjá Bush og Jintao Lítill sem enginn árangur virðist hafa orðið af viðræðum Hu Jintao, forseta Kína, og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í gær, að sögn Reuters-fréttastöðvarinnar. Stærstu málin sem þeir hugðust ræða snerust um efnahags- og öryggismál. Annars bar hæst á fundi leiðtoganna með blaðamönnum í gær að kona úr röðum Falun Gong hreyfingarinnar setti þessa hefðbundu athöfn úr skorðum um stund með framíköllum, og var hún fjarlægð af öryggisvörðum. 21.4.2006 07:45 Hjálparstarf í Darfúr héraði í hættu Hjálparstarfið í Darfúr-héraði í Afríkuríkinu Súdan gæti svo gott sem hrunið innan fárra vikna, ef ekki fæst meira fjármagn til hjálparstarfa. 21.4.2006 07:30 Andstaða við forsætisráðherra Íraks Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur ákveðið að eftirláta bandamönnum sínum í stjórnmálafylkingu sjía-múslima að ákveða hvort hann eigi að víkja úr embætti. Kúrdar og súnní-múslimar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að hann sitji áfram og er það ein ástæða þess hve illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn síðan þingkosningar fóru fram í Írak í desember. 21.4.2006 07:15 Stöðvuðu ökuréttindalausan ökumann Tveir hassmolar fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði í Garðinum í gærkvöldi. Þeir sem voru í bílnum viðurkenndu að eiga efnið og höfðu ætlað það til eigin nota. 21.4.2006 07:11 Öflugur jarðskjálfti á Kamchatka-skaga Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kamchatka-skaga í Austur-Rússlandi seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en hann mældist 7,7 á Richter. Tíu harðir eftirskjálftar fylgdu stóra skjálftanum, eða allt upp í 6,1 á Richter. Fyrstu fregnir herma að fáir virðast hafa slasast en þó hafi nokkurt tjón orðið á mannvirkjum. Þetta eru umfangsmestu jarðhræringar í þessum hluta Rússlands í rúm hundrað ár, eða síðan árið 1900. 21.4.2006 06:55 Tveir menn handteknir vegna gruns um innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn nú í morgunsárið sem grunaðir eru um innbrot á Njálsgötunni. Þá var einnig brotist inn á tveimur öðrum stöðum í miðborginni í nótt en margt bendir til að sömu menn hafi verið þar á ferð. Lögreglan er með mennina til yfirheyrslu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 21.4.2006 06:53 Hálfs milljarðs pappírsörk Fyrsta pappírsörkin með leikritum Villiams Shakespeares verður boðin upp hjá Sothebys í London þrettánda júlí. Þessi einstaki gripur, sem er innbundinn í kálfaskinn frá sautjándu öld, inniheldur safn þrjátíu og sex leikrita. 20.4.2006 21:30 Örninn er lentur Tökur á þriðju sjónvarpsþáttaröðinni um dansk-íslenska lögreglumanninn, Hallgrím Örn Hallgrímsson, fara nú fram hér á landi og er gert ráð fyrir að þær standi yfir í 16 daga. Byrjað er í Vestmannaeyjum. 20.4.2006 21:00 Íbúar í Reykjavík fyrir 874 Árið 871, eða tveimur árum fyrr eða síðar, bjó í Reykjavík fólk sem hafði reist þar varanlegt mannvirki. Ingólfur Arnason á að hafa sest hér að fyrstur manna 874, eins og segir í sögubókunum. En fornleifarannsóknir í Aðalstræti sýna að hér voru menn fyrr á ferðinni. 20.4.2006 20:00 Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum karlkyns Eini karlkyns þátttakandinn í Íslandsmeistarakeppninni í blómaskreytingum bar sigur úr býtum í keppninni sem fram fór í Hveragerði í dag. Einnig voru þar afhent Garðyrkjuverðlaunin fyrir árið 2006 og Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. 20.4.2006 20:00 Markmiðið að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda Ásgeir Hannes Eiríksson, sem hvatt hefur til stofnunar þjóðernisflokks á Íslandi, með það að markmiði að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda til Íslands, segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð fólks við tillögu sinni. Skoðanakönnun Gallups sýnir að ríflega 32% þjóðarinnar væru reiðubúin að kjósa slíkan flokk. 20.4.2006 19:45 Íslenskur maður enn í gæsluvarðhaldi í Burnley Máli íslensks karlmanns, sem grunaður er um að hafa tælt enska stúlku á netinu, hefur verið vísað á æðra dómstig í Englandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í febrúar. 20.4.2006 19:30 Dóná vex enn Meira en fimmtíu þúsund hektarar lands eru nú alveg á kafi í Austur-Evrópu eftir vatnavextina í Dóná. Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín undanfarna daga í Rúmeníu, þar sem nærri tvö hundruð hús eru gjörónýt eftir vatnselginn. 20.4.2006 19:30 Mótmælendur láta í sér heyra í Washington Falun Gong-liðar komust í dag nær Kínaforseta í Bandaríkjunum heldur en þegar forseti landsins kom til Íslands árið 2002. Einn mótmælenda náði að setja fund forseta Kína og Bandaríkjanna úr skorðum um stund í Washington í dag. 20.4.2006 18:45 Viktoríuvatn að hverfa Stærsta stöðuvatn Afríku gæti þornað upp á næstu áratugum ef fram heldur sem horfir. Vatnsborð Viktoríuvatns hefur ekki verið lægra í heil áttatíu ár. 20.4.2006 18:45 Ferðastyrkjum úr Vildabörnum úthlutað 25 börn og fjölskyldur þeirra fengu í dag ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair og hefur aldrei verið úthlutað til jafn maargra. Flestar fjölskyldurnar eru íslenskar en nú fær tvær fjölskyldur, frá Danmörku og Englandi, styrk úr sjóðnum. 20.4.2006 17:27 Fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg. Hann reyndist illa brotinn á handlegg og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gengst undir aðgerð á hendi. 20.4.2006 15:54 Listi yfir nöfn fanga gerður opinber Bandarísk stjórnvöld hafa gert opinberan lista yfir nöfn þeirra fanga sem eru í haldi í Guantanamo fangelsinu. Á listanum eru meira en fimmhundruð fangar frá fjörutíu og einu landi og sumir hafa verið í haldi í meira en fjögur ár. 20.4.2006 13:45 Efling ályktar til stuðnings ófaglærðum á hjúkrunarheimilum Fjölmennur félagsfundur Eflingar-stéttarfélags beindi því í gærkvöldi til samninganefndar hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis að ganga þegar í stað að kröfum launafólks á vinnustöðunum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ófaglærðra starfsmanna. 20.4.2006 13:30 Skotbardagar og óeirðir í Nepal Allt logar í óeirðum í höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Tugþúsundir manna hafa virt útgöngubann í höfuðborginni að vettugi. 20.4.2006 13:15 Aðeins tímaspursmál að þjóðernisflokkur yrði stofnaður Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 20.4.2006 13:00 Heimsmarkaðsverð á hráolíu þrefaldast á 4 árum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur þrefaldast á fjórum árum. Olíumálaráðherra Írans segist ánægður með þessa þróun. 20.4.2006 12:45 Hátíðahöld víða um land í tilefni sumarkomu Ætla má að brúnin sé farin að lyftast á flestum landsmönnum því sumartíð með blóm í haga er framundan. Fyrsti dagur sumars er einmitt í dag og verður hann haldinn hátíðlegur víða um land. Vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 12:30 Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. 20.4.2006 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Slasaðist á fæti í Hlíðarfjalli Slys varð í Hlíðarfjalli á Akureyri í morgun þegar spotti slitnaði í togbraut. Maður var að fara upp fjallið í diskalyftu en þegar hann hugðist fara úr lyftunni gaf spottinn sig sem tengdur er með þeim afleiðingum að maðurinn meiddist á fæti. 21.4.2006 15:47
Forseta líkt við einræðisherra Forseti Alþingis var sakaður um að hafa tekið sér vald til að útnefna sig diktator við upphaf þingfundar í dag. Umræða samkvæmt dagskrá tafðist í fimmtíu mínútur vegna deilna um dagskrá fundarins. 21.4.2006 14:41
Deilt um skipan þingforseta á Ítalíu Hveitibrauðsdagar sigurvegara þingkosninganna á Ítalíu urðu töluvert færri en búist var við. Brestir eru komnir í Ólívubandalag mið- og vinstri flokka, sem staðfest var í vikunni að náð hefði naumum meirihluta í báðum deildum þings. 21.4.2006 14:30
Stjórnarandstæðingar fá að bjóða fram í Nepal Gyanendra, konungur Nepals, hefur ákveðið að leyfa stjórnarandstöðuflokkum í landinu að bjóða fram eigin forsætisráðherraefni. Hann segir þó að starfandi ríkisstjórn verði áfram við völd enn um sinn. Nepal hefur logað í óeirðum í rúman hálfan mánuð og hafa fjórtán fallið í átökum við öryggissveitir á þeim tíma. Mótmælendur hafa krafist þess að konungur afsalaði sér alræðisvaldi sem hann tók sér fyrir rétt rúmu ári. 21.4.2006 13:47
Ásþungi takmarkaður fyrir austan Vegagerðin hefur ákveðið að takmarka ásþunga á nokkrum vegum á Miðausturlandi vegna hættu á slitlagsskemdum. Takmörkunin er við sjö tonna ásþunga. 21.4.2006 12:45
Frestað vegna endurupptöku í Bretlandi Mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðsdómur frestaði málinu þar sem enn er beðið endurupptöku málsins í Bretlandi. 21.4.2006 12:30
Gengislækkun hefur áhrif á leiguverð bíla Afborganir á bílum í rekstrar- og einkaleigu hækka vegna lækkandi gengis krónunnar og aukinnar verðbólgu. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að einstaklingar gætu þurft að meta stöðuna upp á nýtt því ekki sé svo auðvelt að losna undan samningum. 21.4.2006 12:15
Enn langt í framkvæmdir við Sundabraut Vegamálastjóri segir ekki hægt að hefja lagningu Sundabrautar fyrr en hönnun hennar er lokið. Hönnunin getur tekið eitt og hálft ár en ekki verður hafist handa við hana fyrr en ákvörðun liggur fyrir um hvar Sundabrautin á að liggja. 21.4.2006 12:11
Deildu um bensínálögur Stjórnarandstæðingar á þingi kröfðust þess í morgun að stjórnvöld lækkuðu álögur á eldsneyti til að draga úr efnahagslegum áhrifum verðhækkana á bensíni. Stjórnarliðar gáfu hins vegar lítið fyrir slíkt. 21.4.2006 12:01
Mikil aukning félagsmanna Rúmlega hundrað nýir félagar bættust í Verkalýðsfélag Húsavíkur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs fyrr í vikunni. Þetta er rúmlega tífalt meira en venja er til á slíkum fundum. 21.4.2006 11:45
Nígerumenn ætla að gera upp við lánadrottna Stjórnvöld í Nígeríu stefna að því að greiða margra milljarða skuld sína við hinn svokallaða Parísarklúbb sem nítján lánadrottnar tilheyra, þar á meðal Bretar, Rússar og Þjóðverjar. Þar með yrðu Nígeríumenn fyrsta Afríkuríkið til að gera upp alþjóðlega lánadrottna. Um er að ræða greiðslu sem nemur jafnvirði rúmlega 350 milljarða íslenskra króna. Eftir það skulda þó Nígeríumenn áfram jafnvirði tæplega 400 milljarða króna. 21.4.2006 10:48
Bjartsýn á tilboð frá samninganefndum Samninganefndir Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu munu hittast á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Þetta er annar samningafundurinn milli samninganefndanna. Álfheiður Bjarnadóttir, talskona ófaglærðra starfsmanna á dvala- og hjúkrunarheimilum, segist bjartsýn á að einhver tilboð komi fram á fundinum. 21.4.2006 09:56
Ófært fyrir vestan og víða leiðindafærð Færð á vegum er víða ekki eins og best verður á kosið á þessum öðrum sumardegi ársins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er ófært yfir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði er þungfær auk þess sem hálkublettir eru á flestum heiðum á Vestfjörðum. 21.4.2006 09:54
Tveir létust í eldsvoða Að minnsta kosti tveir stúdentar létu lífið og fjórir slösuðust þegar eldur kviknaði í Ríkisháskólanum í Moskvu í morgun. Byggingin er eitt eftirtektarverðasta kennileiti höfuðborgar Rússlands. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem kviknaði á tótfu hæð í heimavist skólans. 21.4.2006 09:51
Óttast að laun lækki Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi. 21.4.2006 09:30
Tekjutenging verður ekki afnumin Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki stefna að því að fella niður tekjutengingu almannatryggingabóta. Þetta kemur fram í svari hennar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 21.4.2006 09:15
Trassa að fara til tannlæknis Áttunda hvert ungmenni á aldrinum fimmtán til sautján ára hefur ekki farið til tannlæknis um tveggja ára skeið og helmingur þeirra ekki um þriggja ára skeið. 21.4.2006 08:53
Elísabet Bretlandsdrottning fagnar 80 ára afmæli Elísabet önnur Bretlandsdrottning fagnar áttræðis afmæli sínu í dag. Opinber hátíðarhöld í tilefni af afmælinu hefjast fyrir hádegi í dag en drottningin mun halda upp á afmæli sitt í Windsor kastala í dag. 21.4.2006 08:30
Nýtt þjónustuver Reykjavíkurborgar Á mánudaginn opnar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar þjónustuver í Skúlatúni 2. Nýja þjónustuverið mun taka við helstu verkefnum sem áður var sinnt af fimm minni afgreiðslum sem voru staðsettar í höfuðstöðvum sviðsins. Undirbúningur að stofnun þjónustuversins hefur staðið frá því í september en það er áfangi í skilulagsbreytingum sem unnið hefur verið að í rúmt ár. Almenn afgreiðsla verður lokuð til hádegis í dag vegna breytinganna. 21.4.2006 08:15
Verið að moka vegi á Vestfjörðum Á Vesturlandi er snjóþekja á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á sunnanverðum Vestfjörðum er þæfingur á heiðum og mokstur stendur yfir. Hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og ófært er um Eyrarfjall en mokstur er hafinn. Þá eru hálkublettir víða á heiðum á Norður- Norðaustur og Austurlandi. Þjóðvegir á Suður- og Suðausturlandi eru greiðfærir. 21.4.2006 08:01
Lausna leitað í milliríkjadeilu milli Japan og Suður-Kóreu Tilraun verður gerð í dag til að leysa þá milliríkjadeilu sem upp er komin á milli Japans og Suður-Kóreu. Málið varðar eyjaklasa og hafssvæðið þar í kring sem bæði ríki gera tilkall til. 21.4.2006 08:00
Lítill árangur hjá Bush og Jintao Lítill sem enginn árangur virðist hafa orðið af viðræðum Hu Jintao, forseta Kína, og George Bush Bandaríkjaforseta í Washington í gær, að sögn Reuters-fréttastöðvarinnar. Stærstu málin sem þeir hugðust ræða snerust um efnahags- og öryggismál. Annars bar hæst á fundi leiðtoganna með blaðamönnum í gær að kona úr röðum Falun Gong hreyfingarinnar setti þessa hefðbundu athöfn úr skorðum um stund með framíköllum, og var hún fjarlægð af öryggisvörðum. 21.4.2006 07:45
Hjálparstarf í Darfúr héraði í hættu Hjálparstarfið í Darfúr-héraði í Afríkuríkinu Súdan gæti svo gott sem hrunið innan fárra vikna, ef ekki fæst meira fjármagn til hjálparstarfa. 21.4.2006 07:30
Andstaða við forsætisráðherra Íraks Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, hefur ákveðið að eftirláta bandamönnum sínum í stjórnmálafylkingu sjía-múslima að ákveða hvort hann eigi að víkja úr embætti. Kúrdar og súnní-múslimar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að hann sitji áfram og er það ein ástæða þess hve illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn síðan þingkosningar fóru fram í Írak í desember. 21.4.2006 07:15
Stöðvuðu ökuréttindalausan ökumann Tveir hassmolar fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði í Garðinum í gærkvöldi. Þeir sem voru í bílnum viðurkenndu að eiga efnið og höfðu ætlað það til eigin nota. 21.4.2006 07:11
Öflugur jarðskjálfti á Kamchatka-skaga Öflugur jarðskjálfti reið yfir Kamchatka-skaga í Austur-Rússlandi seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en hann mældist 7,7 á Richter. Tíu harðir eftirskjálftar fylgdu stóra skjálftanum, eða allt upp í 6,1 á Richter. Fyrstu fregnir herma að fáir virðast hafa slasast en þó hafi nokkurt tjón orðið á mannvirkjum. Þetta eru umfangsmestu jarðhræringar í þessum hluta Rússlands í rúm hundrað ár, eða síðan árið 1900. 21.4.2006 06:55
Tveir menn handteknir vegna gruns um innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn nú í morgunsárið sem grunaðir eru um innbrot á Njálsgötunni. Þá var einnig brotist inn á tveimur öðrum stöðum í miðborginni í nótt en margt bendir til að sömu menn hafi verið þar á ferð. Lögreglan er með mennina til yfirheyrslu en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 21.4.2006 06:53
Hálfs milljarðs pappírsörk Fyrsta pappírsörkin með leikritum Villiams Shakespeares verður boðin upp hjá Sothebys í London þrettánda júlí. Þessi einstaki gripur, sem er innbundinn í kálfaskinn frá sautjándu öld, inniheldur safn þrjátíu og sex leikrita. 20.4.2006 21:30
Örninn er lentur Tökur á þriðju sjónvarpsþáttaröðinni um dansk-íslenska lögreglumanninn, Hallgrím Örn Hallgrímsson, fara nú fram hér á landi og er gert ráð fyrir að þær standi yfir í 16 daga. Byrjað er í Vestmannaeyjum. 20.4.2006 21:00
Íbúar í Reykjavík fyrir 874 Árið 871, eða tveimur árum fyrr eða síðar, bjó í Reykjavík fólk sem hafði reist þar varanlegt mannvirki. Ingólfur Arnason á að hafa sest hér að fyrstur manna 874, eins og segir í sögubókunum. En fornleifarannsóknir í Aðalstræti sýna að hér voru menn fyrr á ferðinni. 20.4.2006 20:00
Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum karlkyns Eini karlkyns þátttakandinn í Íslandsmeistarakeppninni í blómaskreytingum bar sigur úr býtum í keppninni sem fram fór í Hveragerði í dag. Einnig voru þar afhent Garðyrkjuverðlaunin fyrir árið 2006 og Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. 20.4.2006 20:00
Markmiðið að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda Ásgeir Hannes Eiríksson, sem hvatt hefur til stofnunar þjóðernisflokks á Íslandi, með það að markmiði að koma í veg fyrir fjölgun innflytjenda til Íslands, segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð fólks við tillögu sinni. Skoðanakönnun Gallups sýnir að ríflega 32% þjóðarinnar væru reiðubúin að kjósa slíkan flokk. 20.4.2006 19:45
Íslenskur maður enn í gæsluvarðhaldi í Burnley Máli íslensks karlmanns, sem grunaður er um að hafa tælt enska stúlku á netinu, hefur verið vísað á æðra dómstig í Englandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í febrúar. 20.4.2006 19:30
Dóná vex enn Meira en fimmtíu þúsund hektarar lands eru nú alveg á kafi í Austur-Evrópu eftir vatnavextina í Dóná. Þúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín undanfarna daga í Rúmeníu, þar sem nærri tvö hundruð hús eru gjörónýt eftir vatnselginn. 20.4.2006 19:30
Mótmælendur láta í sér heyra í Washington Falun Gong-liðar komust í dag nær Kínaforseta í Bandaríkjunum heldur en þegar forseti landsins kom til Íslands árið 2002. Einn mótmælenda náði að setja fund forseta Kína og Bandaríkjanna úr skorðum um stund í Washington í dag. 20.4.2006 18:45
Viktoríuvatn að hverfa Stærsta stöðuvatn Afríku gæti þornað upp á næstu áratugum ef fram heldur sem horfir. Vatnsborð Viktoríuvatns hefur ekki verið lægra í heil áttatíu ár. 20.4.2006 18:45
Ferðastyrkjum úr Vildabörnum úthlutað 25 börn og fjölskyldur þeirra fengu í dag ferðastyrk úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair og hefur aldrei verið úthlutað til jafn maargra. Flestar fjölskyldurnar eru íslenskar en nú fær tvær fjölskyldur, frá Danmörku og Englandi, styrk úr sjóðnum. 20.4.2006 17:27
Fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita vegna vélsleðaslyss sem varð í Gjástykki suður af Húsavík kl. 11 í morgun. Karlmaður fór þar á vélsleða sínum fram af klettavegg. Hann reyndist illa brotinn á handlegg og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann gengst undir aðgerð á hendi. 20.4.2006 15:54
Listi yfir nöfn fanga gerður opinber Bandarísk stjórnvöld hafa gert opinberan lista yfir nöfn þeirra fanga sem eru í haldi í Guantanamo fangelsinu. Á listanum eru meira en fimmhundruð fangar frá fjörutíu og einu landi og sumir hafa verið í haldi í meira en fjögur ár. 20.4.2006 13:45
Efling ályktar til stuðnings ófaglærðum á hjúkrunarheimilum Fjölmennur félagsfundur Eflingar-stéttarfélags beindi því í gærkvöldi til samninganefndar hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis að ganga þegar í stað að kröfum launafólks á vinnustöðunum til að koma í veg fyrir fjöldauppsagnir ófaglærðra starfsmanna. 20.4.2006 13:30
Skotbardagar og óeirðir í Nepal Allt logar í óeirðum í höfuðborg Nepals, þar sem skotbardagar geysuðu í morgun á milli lögreglu og mótmælenda úr röðum stjórnarandstæðinga í landinu. Tugþúsundir manna hafa virt útgöngubann í höfuðborginni að vettugi. 20.4.2006 13:15
Aðeins tímaspursmál að þjóðernisflokkur yrði stofnaður Dósent í stjórnmálafræði segir að það komi ekki á óvart að menn hyggi á að stofna þjóðernisflokk hér á landi líkan þeim sem þekkjast í nágrannalöndunum, slíkt hafi aðeins verið tímaspursmál. Hann segir að frekar beri að nýta kraft nýrra Íslendinga en að efna til ófriðar við þá. 20.4.2006 13:00
Heimsmarkaðsverð á hráolíu þrefaldast á 4 árum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur þrefaldast á fjórum árum. Olíumálaráðherra Írans segist ánægður með þessa þróun. 20.4.2006 12:45
Hátíðahöld víða um land í tilefni sumarkomu Ætla má að brúnin sé farin að lyftast á flestum landsmönnum því sumartíð með blóm í haga er framundan. Fyrsti dagur sumars er einmitt í dag og verður hann haldinn hátíðlegur víða um land. Vetur og sumar frusu saman í nótt sem sagt er að boði hlýtt sumar. 20.4.2006 12:30
Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun Ríkissjóður varð að kyngja verulegri vaxtahækkun á lánum sem hann tók í tilboðum í gær. Lánin voru upp á einn og hálfan milljarð. 20.4.2006 12:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent