Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 16:46 Fyrirlesturinn átti að fara fram í sal á Þjóðminjasafninu. Vísir/Vilhelm Fyrirlestri starfsmanns við Bar-Ilan háskólann í Ísrael á Þjóðminjasafninu var aflýst um tuttugu mínútum eftir að hann átti að hefjast í dag. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og mótmælti því að starfsmaður við stofnun sem styðji Ísraelsher opinberlega flytti fyrirlesturinn. Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Ingólfur Gíslason aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands greinir frá þessu á Facebook, en hann hefur tekið virkan þátt í umræðunni um stríðsrekstur Ísraelshers. Rannsóknarstofnunin um lífeyrismál (PRICE) stóð fyrir fyrirlestri Gil S. Epstein, prófessors í hagfræði við Bar-Ilan háskólann, um gervigreind. Fyrirlesturinn var á dagskrá Þjóðminjasafnsins klukkan hálf tvö í dag. Í færslu segir Ingólfur að Bar-Ilan háskólinn styðji hernað Ísraelsríkis með fjölbreyttum hætti og að hafi lýst yfir stuðningi við hernað og landrán Ísraela gegn Palestínu, og vísar í skýrslu unna við Erasmus-háskóla í Rotterdam sér til stuðnings. Á fyrirlestrinum hafi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við HÍ sem stóð fyrir fyrirlestrinum, komið því sjónarmiði á framfæri að fyrirlesturinn væri ópólitískur og að hann hefði rætt við prófessorinn um morguninn og verið fullvissaður um að hann starfaði ekki fyrir herinn. Samstarf við Rússa á ís en ekki við Ísrael „Prófessorinn sjálfur kom því á framfæri að hann starfaði ekki beint fyrir herinn og að seta hans í stofnunum sem tengjast honum merki ekki neitt, hann væri hér sem algerlega ópólitísk persóna og vildi ekki ræða um þjóðarmorðið, enda væri það pólitísk umræða,“ segir í færslu Ingólfs. Hann segir merkilegt að prófessorinn hafi ekki lýst yfir neins konar vanþóknun á framferði Ísraelsríkis í þann stutta tíma sem á fyrirlestrinum stóð. Þá segir Ingólfur það lýsa smekkleysi og siðferðisgjaldþroti að taka ekki þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael. Sem fyrr segir hafi fyrirlesturinn verið blásinn af eftir um tuttugu mínútur. Hann vekur athygli á að Háskóli Íslands hafi gefið út yfirlýsingu þess efnis að allt samstarf við háskóla og stofnanir í Rússlandi yrði sett á ís. Skólinn hafi ekki gefið sameiginlega yfirlýsingu um Ísrael.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira