Erlent

Ný ríkisstjórn í sjónmáli í Írak

Ibrahim al-Jaafari verður líklega áfram forsætisráðherra Íraks.
Ibrahim al-Jaafari verður líklega áfram forsætisráðherra Íraks. MYND/AP

Ný ríkisstjórn er í sjónmáli í Írak, eftir að bandalag sjía ákvað í gær að tilnefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu síðan í apríl og flest bendir til að svo verði áfram, enda kemur nærri helmingur þingmanna í Írak úr röðum bandalags sjía.

Aðeins eitt atkvæði skildi að þá Jaafari og varaforsetann Adel Mahdi, enda hefur stór armur innan bandalags sjía verið óánægður með Jafaari síðan hann tók við völdum. Þingið sjálft á enn eftir að samþykkja Jaafari í embætti, en fastlega er búist við að stærstu flokkar súnnía og Kúrda gefi samþykki sitt gegn því að fá önnur ráðherraembætti í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×