Erlent

Efast um að fuglaflensa verði að heimsfaraldri

MYND/AP

Dönsk heilbrigðisyfirvöld draga í efa að fuglaflensan verða að næsta heimsfaraldri eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast. Þetta kemur fram í viðbragðsáætlun sem yfirvöldin hafa sent frá sér og greint er frá í Jótlandspóstinum. Þar kemur fram að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku útiloki ekki að hinn banvæni H5N1-stofn fuglaflensunnar stökkbreytist og fari að berast á milli manna en þau telji ósennilegt að hann leggi jafn marga að velli og spænska veikin árið 1918. Líklegra sé að dauðsföll verði ekki fleiri en í venjulegri vetrarflensu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×