Erlent

Cheney skaut veiðifélaga sinn

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, tekur við riffli frá Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum í apríl 2004.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, tekur við riffli frá Samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum í apríl 2004. MYND/AP

Varaforseti Bandaríkjanna skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni um helgina. Dick Cheney var að veiða kornhænur ásamt félaga sínum í Texas þegar ekki vildi betur til en svo að hann skaut úr haglabyssu í andlit og brjóstkassa auðkýfingsins Harrys Whittingtons sem var með honum að veiðum. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki í lífshættu. Í gærkvöldi var ástand Whittingtons stöðugt og hann á batavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×