Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild

MYND/Róbert

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan átta í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður. Slysið átti sér stað fyrir ofan Grundarhverfið á Kjalarnesi en bíllinn hafnaði á hliðinni eftir veltuna. Fólkið sem er á tvítugsaldri hefur allt verið útskrifað nema einn sem verður áfram undir eftirliti lækna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×