Erlent

Hvetja Dani til að yfirgefa Indónesíu

MYND/ap

Dönsk stjórnvöld hafa hvatt Dani sem staddir eru í Indónesíu til að yfirgefa landið þegar í stað vegna "eindreginnar og yfirvofandi hættu" eins og það er orðað en mikil reiði ríkir í landinu vegna Múhameðsmyndanna umdeildu. Nokkur hundruð Dani er að finna á helstu ferðamannastöðum Indónesíu og er verið að leita leiða til að koma þeim á brott. Í gær var starfsfólk danska sendiráðsins í Jakarta kallað heim, rétt eins og gert var við kollega þeirra í Teheran og Beirút. Indónesísk yfirvöld harma ákvörðunina og segja hana ótímabæra enda hafa mótmælin verið friðsöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×