Innlent

Leikfélag Akureyrar frumsýnir í nýju rými

Af æfingu á Maríubjöllunni í nýja húsnæðinu: Rýminu.
Af æfingu á Maríubjöllunni í nýja húsnæðinu: Rýminu. MYND/Af vef LA

Nýjasta sýning Leikfélags Akureyrar, Maríubjallan, verður frumsýnd á fimmtudaginn í nýju húsnæði sem Leikfélagið hefur kosið að nefna einfaldlega Rýmið. Nýja húsnæðið stendur við Hafnargötu 73 og er hrein viðbót við þá starfsemi sem Leikfélagið er þegar með í Samkomuhúsinu.

Rýmið er svartur kassi og því hægt að raða áhorfendum og leikendum upp á alla kanta. Auk þess að nýtast sem viðbót við sýningarrými Leikfélagsins mun húsið nýtast til geymslu búninga og leikmuna.

Maríubjallan er eftir Vassily Sigarev, ungan rússneskan rithöfund sem hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín um brotakennd lífsskilyrði í Rússlandi eftir fall kommúnismans. Maríubjallan er kraftmikið og magnað nútímaverk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá LA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×