Erlent

Ísrael fari af landakortinu fyrr en síðar

MYND/AP

Ísrael fer af landakortinu fyrr en síðar með góðu eða illu. Þetta sagði Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans, á fjöldasamkomu í Teheran um helgina. Vestræn ríki yrðu að afmá það sem þau hefðu skapað fyrir sextíu árum, en ef ekki myndu Palestínumenn og fleiri sjá um það fyrir þau. Þá vék forsetinn einnig að helförinni, sem hann sagði ekkert annað en ævintýri, sem ótrúlegt væri að hlutlausir vísindamenn í Evrópu fengju ekki að rannsaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×