Innlent

Flugvél Icelandair tafðist vegna ofsaveðurs í New York

MYND/Teitur

Flugvél Icelandair á leið frá New York og til Keflavíkur tafðist töluvert í nótt vegna ofsaveðursins sem geisað hefur í New York síðan í gær. Vélin fór í loftið um fimm og hálfum tíma á eftir áætlun og er væntanleg hingað til lands um hádegisbil. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, eru horfur varðandi flug vestur um haf síðar dag sæmilegar en hugsanlegt að einhverjar tafir verði á flugi til New York. Fólk er beðið að fylgjast með því hvort brottfarartími breytist eftir því sem líður á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×