Erlent

Létust þegar sýningarflugvél flaug á hús

Tveir létust þegar lítil sýningarflugvél flaug á hús í úthverfi Roseville í Kaliforníu í gær. Húsið er gjörónýtt enda klauf vélin það nánast í tvennt auk þess sem mikill eldur blossaði upp. Tveir voru um borð í vélinni og báðir létust samstundis og þá er óttast að unglingsdrengur sem bjó í húsinu hafi einnig týnt lífi. Flugmaðurinn var að snúa vélinni þegar eitthvað fór úrskeiðis og hann missti stjórn á henni. Ekki liggur fyrir hvort bilun hafi orðið, en verið er að rannsaka orsakir slyssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×