Erlent

Líðan Sharons óbreytt

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er óbreytt eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær. Sharon veiktist alvarlega í gærmorgun og komu þá í ljós svo alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans að líf hans hékk á bláþræði. Læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem gáfu út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin hefði heppnast vel og líðan forsætisráðherrans væri stöðug, þótt hann væri ekki úr lífshættu. Helsta áhyggjuefni þeirra væri hins vegar dáið sem Sharon er enn í, rúmum mánuði eftir heilablóðfallið alvarlega 4. janúar en engin teikn eru á lofti um að hann sé að komast til meðvitundar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×