Fleiri fréttir

Holtasóley að þjóðarblómi

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um að holtasóley verði gerð að þjóðarblómi Íslendinga.Ráðherrann sagði blómið fallegt og og það væri ánægjulegt að fá að leggja slíkt mál fyrir Alþingi.

Ísöld í Úkraínu

Íbúar í borginni Alchevska í Austur-Úkraínu reyna ýmislegt til að halda á sér hita í þeim fimbulkulda sem þar geisar. Bilun varð hjá hitaveitu á svæðinu fyrir rúmum tveimur vikum og íbúar í borginni segja að þar sé nú ísöld.

Ríkið haldi í þrjátíu og tvær jarðir

Skriðuklaustur, Fljótsdalshéraði og Víðimýri í Skagafirði eru jarðir sem eiga að vera áfram í ríkiseigu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um þjóðjarðir sem landbúnaðarráðuneytið hefur látið gera.

Reiðibál í löndum múslima

Fundur leiðtoga íslamskra ríkja í hinni helgu borg Mekka í desember síðastliðnum virðist hafa verið sá frjói jarðvegur sem Múhameðsmyndunum umdeildu var sáð í. Þaðan dreifðust þær um öll Mið-Austurlönd og kveiktu það reiðibál sem nú logar í löndum múslima.

Hvað á barnið að heita?

Nöfnin Naranja og Bill eru íslensk mannanöfn en ekki Júdith og Mikhael samkvæmt ákvörðun þriggja manna nefndar, sem hefur það í hendi sér hvað Íslendingar mega og mega ekki heita.

Á áttunda hundrað hafa kosið

Um 740 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þegar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar lauk klukkan átta. Þar af hafði um helmingur greitt atkvæði í dag.

Óveður á Flateyri

Vonskuveður geisar nú á Flateyri og fór vindhraði í 43,9 m/s í mestu hviðunum. Vöruskemma við Túngötu er talin ónýt og fleiri hús hafa skemmst í óveðrinu. Gafl losnaði frá vöruskemmunni og fauk brak úr honum og skemmdi önnur hús og bíla. Þá er töluvert um þakskemmdir og brotna glugga auk þess sem rafmagnslaust varð víða á Flateyri þegar brak fauk á rafmagnskassa. Björgunarsveitir voru fengnar frá Suðureyri og Ísafirði til aðstoða sveitir á Flateyri. Þær vinna nú við að binda hluti niður og ganga frá braki en vindinn hefur lægt að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

Orkuveitan byggir veitur í Innri Akraneshrepp

Orkuveita Reykjavíkur, Innri Akraneshreppur og fyrirtækið Stafna á milli á Akranesi hafa gert samning um að Orkuveitan byggi upp og reki fráveitu, gagnaveitu, hitaveitu og vatnsveitu í landi Kross í Innri Akraneshreppi.

Skyndihjálparmaður ársins

Rauði kross Íslands valdi Guðrúnu Björk Sigurjónsdóttur sem Skyndihjálparmann ársins fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu en hún vann það einstaka þrekvirki að bjarga þriggja ára dreng og stúlku frá drukknun þegar þau lentu í sjónum á Snæfellsnesi í apríl í fyrra.

Áhyggjulaus um hagsmunaárekstur

Þau sem keppa um fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík verja hvert um sig um fimm milljónum króna til baráttunnar. Þau hafa ekki áhyggjur af hagsmunaárekstri þó meðal stuðningsaðila þeirra sé fjöldi fyrirtækja.

Engar bætur fyrir fótamissi

Pólskur maður, sem missti af báðum fótum eftir að hafa fengið blóðeitrun síðasta sumar við vinnu hér á landi, hefur lent á milli þils og veggjar í kerfinu og fær engar tryggingabætur. Átján ára sonur mannsins kom til landsins fyrir viku til að aðstoða hann og létta honum lífið.

Oft stungið af eftir ákeyrslu

Lögreglan í Kópavogi hefur vart undan að leita uppi ökumenn sem valda tjóni og stinga af frá verknaðinum. Lögreglan hvetur þá sem verða vitni af slíku til að taka niður númer þess sem stingur af og láta lögreglu vita. Jafnframt sé mjög mikilvægt að ökumenn hafi samband við lögreglu valdi þeir tjóni á annarri bifreið. Það sem í fyrstu virðist vera lítið tjón reynist oft vera mun meira en tryggingar bæta ekki tjónið nema um kaskótryggingu sé að ræða.

Bílvelta við Kárahnjúka

Starfsmaður Impregilo velti bíl við Kárahnjúka laust fyrir hádegi í dag. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, var að keyra eftir malarvegi þegar hann velti bílnum í krappri beygju og fór eina veltu. Maðurinn var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað til rannsóknar en að sögn læknis slapp hann án teljandi meiðsla og var einungis marinn og lemstraður.

Líkamsárás dæmd lögmæt

Þrítugur Pólverji var í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjaness þar sem árás hans á 29 ára Íslending, sem átti sér stað aðfaranótt 9. nóvember 2005, var dæmd lögmæt og þar með refsilaus.

Ekki seinna að vænna að jafna stöðuna

Það gæti verið gaman að jafna aðeins stöðuna gagnvart Borís Spasskí segir Friðrik Ólafsson um skákir þeirra á morgun. Hann segir málþingið um feril sinn þó aðalatriðið og vonar að vinur sinn Spasskí verði ekki of harður í dómum um sig.

Ólögmætt samráð?

Félag íslenskra stórkaupmanna telur að svo geti verið að um samráð sé að ræða í upptöku staðsetningargjalds hjá skipafélögunum. Skipafélögin Eimskip og Samskip hafa með stuttu millibili tekið upp staðsetningargjald sem lagt er á alla innflutningsvöru til Íslands. Í tilkynningu frá Félagi Íslenskra stórkaupmanna segir að athygli vekji að félögin taki bæði upp gjaldið á nákvæmlega saman tíma og gjaldið sé jafnt hátt hjá báðum aðilum.

Dæmd fyrir að aka unnustann niður

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag tvítuga konu sem ók á unnusta sinn við tjaldmiðstöðina á Flúðum, til að greiða 130 þúsund krónur í sekt og svipti hana ökuréttindum í eitt ár. Konan játaði að hafa ekið drukkinn en neitaði að hafa vísvitandi keyrt á unnusta sinn. Sagðist hún aðeins muna að hafa rífst við hann og farið hágrátandi í bifreið sína og ekið af stað. Unnustinn reyndi að hindra förina en þá ók kærastan hann niður. Dómnum þótti ekki sannað að ákærða hefði vísvitandi ekið á unnustann.

Síbrotamaður dæmdur

Tæplega þrítugur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir brot á fíkniefnalögum og brot á skilorði með því að hafa í vörslu sinni 33 kannabisplöntur og 38 grömm af kannabislaufum í september 2005.

Tígullinn nútímavæddur

KEA tók í notkun nýtt merki í dag eftir að hafa notað græna tígulinn sem einkennistákn í rúma sjö áratugi. Félagið heldur sig þó við svipað form en nýja merkið er gult.

8 féllu í áhlaupi rússnesku lögreglunnar

Að minnsta kosti átta téténskir andspyrnumenn féllu í átökum við rússneksu lögregluna í Suður-Rússlandi í dag. Lögreglumenn gerðu áhlaup á tvö hús þar sem grunur lék á að vopnaðir uppreisnarmenn hefðust við.

Frestur fram til hádegis

Fjórir starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði fengu frest fram til hádegis til að skrifa undir samkomulag um þátttökuyfirlýsingu í svokölluðu skólaþróunarverkefni.

Kosovoþing velur nýjan forseta

Kosovoþing hefur kosið Fatmir Sejdiu í embætti forseta í stað Ibrahims Rugova sem lést úr lungnakrabbameini í síðasta mánuði.

Formleg úrslit í írösku þingkosningunum

Kjörstjórnin í Írak gerði í morgun formlega grein fyrir úrslitum þingkosninganna sem fóru fram þar í landi í desember. Þetta eru fyrstu skref í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu.

Icelandair Group í Kauphöllina

FL Group stefnir á skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur þeirra skráningar þegar hafinn. Á kynningarfundi klukkan tvö í dag var upplýst að stjórn FL Group stefni að því að koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild.

Spasskí og Fischer hittast líklega um helgina

Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, teflir einvígi við Friðrik Ólafsson, fyrsta íslenska stórmeistarann, hér á landi á morgun. Líkur eru á að Spasskí og Bobby Fischer muni hittast, en ekki hefur verið ákveðið hvort þeir mætist við skákborðið.

Fjórir starfsmenn skikkaðir til að skrifa undir þátttökuyfirlýsingu

Fjórir starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði fengu frest fram til hádegis til að skrifa undir samkomulag um þátttökuyfirlýsingu í svokölluðu skólaþróunarverkefni. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari menntaskólans á Ísafirði, segir að tveir starfsmenn hafi nú þegar skrifað undir en óvíst sé með undirskrift hinna tveggja starfsmannana. Hún segir að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir á mánudag.

Vilja áframhaldandi breiðfylkingu stúdenta

Háskólalistinn, sem náði oddaaðstöðu með einum fulltrúa, í illa sóttum stúdentaráðskosningunum í gær, vill að allir þrír listarnir haldi áfram breiðfylkingu stúdenta, fremur en að mynda meirihluta tveggja lista.

Miskabætur vegna 16 ára gamals slyss

Hæstiréttur dæmdi í gær Mosfellsbæ til að greiða ungum manni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna slyss, sem hann lenti í á leikvelli í bænum fyrir 16 árum.

Nautakjötsskortur vaxandi

Nautakjötsskorturinn fer enn vaxandi þar sem bændur setja nú allar kvígur á, til mjólkurframleiðslu, þrátt fyrir að verð til þeirra fyrir nautakjöt hafi hækkað um tæp 40% á aðeins tveimur árum.

450 hafa kostið utan kjörstaðar

Um 450 manns höfðu kosið í utankjörstaðatkvæðagreiðslu Samfylkingarinnar nú undir hádegi. Nokkur spenna ríkir varðandi úrslit prófkjörsins flokksins sem fram fer um helgina, enda hart barist um efstu sætin.

Alvarlegt slys á Hellisheiði

Ökumaður slasaðist alvarlega, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans lenti framan á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt á Hellisheiði um klukkan átta í morgun. Þar var þá blindþoka, rigning og hvassviðri. Vegurinn lokaðist vegna árekstursins og var umferðinni beint um þrengslin.

Impregilo bolar Íslendingum ekki burt

Ómar Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, segir fyrirtækið ekki vera að bola Íslendingum frá vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Hann telur ekkert hæft í ummælum Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu, um að fyrirtækið leggi trúnaðarmenn í einelti.

Góð loðnuveiði út af suðurstöndinni

Góð loðnuveiði er nú út af suðurströndinni á móts við Ingólfshöfða og vilja sjómenn að þegar í stað verði aukið verulega við loðnukvótann, sem er sá lang minnsti í rúman áratug.

Nýr ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Jón B. Jónasson lögfræðingur og skrifstoðustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu verður skipaður ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins og tekur við starfinu þegar Vilhjálmur Egilsson lætur af því 15. mars næstkomandi.

Litlu munaði að Vaka fengi meirihluta í Stúdentaráði

Örfáaum atkvæðum munaði að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, næði fimmta manni í Stúdentaráð Háskóla Íslands á kostnað fjórða fulltrúa Röskvu, en úrslitin voru tilkynnt nú í morgunsárið. Niðurstaðan varð að hvor fylking fékk fjóra fulltrúa og Háskólalistinn einn.

Skopmyndum mótmælt á Filipseyjum

Mörg hundruð múslima á Filipseyjum komu saman eftir bænastund í morgun til að mótmæla skopmyndum af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn og fleiri evrópsk blöð hafa birt á síðustu vikum og mánuðum. Lögregla hefur hert öryggisgæslu við ræðismannsskrifstofu Dana og norska sendiráðið í höfuðborginni Manila.

Hellisheiði opnuð á ný

Búið er að opna Hellisheiði á ný, en henni var lokað vega umferaðrslyss sem varð á móts við Skíðaskálann í Hveradölum laust fyrir klukkan hálf níu. Allri umferð var beint um þrengslin á meðan björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi.

Forseti Venesúela segir Bush vitleysing

Bush Bandaríkjaforseti er vitfirringur og Blair, forsætisráðherra Bretlands, er undirmaður hans. Þetta sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á fjölmennum fundi í gær. Stjórnvöld í Venesúela og Bandaríkjunum hafa tekist á síðustu misseri og hefur sendifulltrúum beggja landa verið vísað heim. Á fundinum fullyrti Chavez að Bandaríkjamenn og Breta ætluðu sér að ráðast á Íran en forsetinn lagði ekkert fram máli sínu til stuðnings.

Pottormablót haldið í 8. sinn

Heldur óvenjulegt þorrablót verður haldið í sundlauginni á Suðureyri annað kvöld, eða svokallað Pottormablót. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að þetta sé í 8. sinn sem blótið er haldið. Á fyrsta blótið komu sex manns en vegna mikilla vinsælda hefur gestum fjölgað ár frá ári og í ár er búist við um þrjátíu gestum. Á pottormablótinu er borðaður þorramatur, sungið og spilað á gítar og farið í sundleiki.

Pútín býður Hamas-liðum til Moskvu

Valdimír Pútín, Rússlandsforseti, hvetur ríki heims til að virða niðurstöðu þingkosninga Palestínumanna í síðasta mánuði. Hann ætlar að bjóða fulltrúum Hamas til Moskvu sem fyrst til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum en samtökin fengu meirihluta í kosningunum.

Boris Spasski á leið til landsins

Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, ætla að heyja einvígi í skák í Reykjavík á morgun, að sögn Morugnblaðsins. Spasskí er væntanlegur til landsins í tilefni alþjóðlegs málþings um feril Friðriks, sem Skáksambandið stendur fyrir. Ekki liggur fyrir hvort Spasský ætlar að hitta Bobby Fischer, sem hrifsaði af honum heimsmeistaratitilinn í Laugadalshöll á sínum tíma.

Tveir bílar fóru útaf í Víðidal

Einn ökumaður slapp lítið meiddur og annar ómeiddur þegar þeir misstu báðir bíla sína út af veginum í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi, í fljúgandi hálku. Óhöppin urðu með skömmu millibili og nánst á sama stað. Annar bíllinn er gjör ónýtur og þykir mikið lán að ökumaður hans skuli ekki hafa meiðst mikið.

Mosbellsbær dæmdur til að greiða miskabætur

Hæstiréttur dæmdi í gær Mosfellsbæ til að greiða ungum manni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna slyss, sem hann lenti í á leikvelli í bænum fyrir 16 árum. Þá féll á hann tæplega 200 kílóa kofi, eða leikhýsi, og hlaut hann áverka á höfði, kviði og innri líffærum.

Sjá næstu 50 fréttir