Innlent

Lá í blóði sínu í rigningu og kulda

Maður á sjötugsaldri var látinn liggja í blóði sínu á bensínstöð á Selfossi eftir að hafa fengið aðsvif og skollið með höfuðið á steinkant við bensíndæluna. Enginn þeirra ökumanna sem leið átti um stöðina sá ástæðu til að koma honum til hjálpar.

Eitt kvöldið nýverið brá Erling Gunnlaugsson sér á bensínstöð Orkunnar á Selfossi í þeim erindum að setja olíu á farartæki sitt. Er hann gekk að olíudælunni frá kortalesaranum fékk hann aðsvif og hné niður. Við fallið skall höfuð hans á steinkant við olíudæluna. Missti hann meðvitund. Ökumenn sem um stöðina fóru þegar Erling lá í blóði sínu við dæluna þetta regnvota kvöld virtu hann að vettugi. Enginn kom honum til hjálpar. Hann lá þarna eins og hvert annað hundshræ að eigin sögn.

Erling rankar við sér einhverjum mínútum eftir aðsvifið. Skömmu síðar átti annar ökumaður erindi á bensínstöðina. Átti Erling þá von á björg. Ekki varð honum að ósk sinni. Ökumaðurin dældi og hélt sína leið. Þá víkur sögunni að þeim þriðja.

Að lokum tókst Erling að hífa sig upp í bíl sinn og seilast eftir síma sínum og kalla eftir aðstoð tengdasonar síns. Var Erling ekið á sjúkrahús bæjarins og þaðan var hann sendur á Borgarspítalann þar sem hann lá í tvo sólarhringa. Hann er undir eftirliti lækna. Þannig gerast nú kaupin á eyrinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×