Innlent

Öryggisgæsla hert á Keflavíkurflugvelli

MYND/Teitur Jónasson

Öryggisgæslan á Keflavíkurflugvelli verður hert til muna á næstu misserum. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á flugvellinum segir Íslendinga þurfa að venjast því að þeir eru hluti af alþjóðlegu samfélagi.

Evrópusambandið hefur látið gera úttekt á öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli og skilaði inn skýrslu vegna hennar í síðustu viku. Skýrslan sjálf er trúnaðarmál en að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli er eitt og annað sem þarf að laga og verður það gert nú á næstunni. Margar breytingarnar lúta að starfseminni almennt en aðrar verða sýnilegri almenningi.

Hvarvetna í Evrópu og víðar er öryggisgæsla á flugvöllum mjög mikil og flestir láta sig hafa það að standa í biðröðum tímunum saman vegna þessa. Jóhann segir tíma til kominn að Íslendingar venji sig við að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi.

Kostnaður vegna breytinganna verður að mestu leiti beinn rekstrarkostnaður hjá sýslumannsembættinu og er boltinn nú hjá Flugmálastjórn Íslands og flugumferðaryfirvöldum sem eru að fara yfir málin. Hvað varðar fylgd farþega mun kostnaðurinn fyrst og fremst falla á flugþjónustu- og flugrekstraraðila en nú þegar innheimta þeir öryggisgjöld um það bil sexhundruð og fimmtíu krónur á hvern seldan flugmiða. Ekki hefur verið ákveðið hvernig þeir aðilar muni mæta kostnaðnum en aukningin sem kemur til vegna þessarra breytinga ætti þó ekki nema meira en fimmtíu krónum á flugmiða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×