Innlent

Krókódílaveiðibanni ekki aflétt

Í gruggugum fljótum og stöðuvötnum Ástralíu er ýmsan ófögnuð að finna. Krókódílar eru þar á meðal en Ástralar eru uggandi yfir hversu mikið þessum kvikindum hefur fjölgað undanfarin ár. Fyrir þremur áratugum voru krókódílaveiðar bannaðar þar sem stofninn hafði dregist svo saman en nú vilja margir Ástralar að þær verði heimilaðar á ný. Þessar skaðræðisskepnur ráðast á búfénað og á nokkurra mánaða fresti tekst þeim að hremma menn og éta þá. Engu að síður telur ríkisstjórn landsins með öllu ótímabært að hefja veiðar á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×