Erlent

Þurfa að kjósa aftur

MYND/ap

Útlit er fyrir að boða þurfi til annarrar umferðar í forsetakosningunum á Haítí þar sem enginn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Rene Preval, hægri hönd Jean Bernard Aristide fyrrverandi forseta, hefði unnið yfirburðasigur en þegar 72 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði hann einungis fengið 49,6 prósent þeirra. Athygli vekur að tíundi hluti atkvæðaseðla hefur verið dæmdur ógildur og telja fylgismenn Preval því að kjörstjórn reyni að útiloka stuðningsmenn þeirra. Sá sem næstur kemur, Leslie Manigat, er þó langt á eftir Preval með aðeins tíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×