Innlent

Heildarafli í janúar aðeins 1/6 af aflanum í fyrra

MYND/365

Heildarfiskaflinn í janúar í ár var aðeins um einn sjötti af aflanum í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Rúm fjörutíu þúsund tonn veiddust í síðasta mánuði og hefur janúaraflinn ekki verið minni síðan 1995 þegar hann var um 37.400 tonn. Afli dróst saman í flestum tegundum en þó munar mest um loðnuna. Ríflega 200 þúsund tonn veiddust af henni í janúar í fyrra en aflinn í ár var aðeins 8.090 tonn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×