Erlent

Ofsaveður í New York

Fólk á göngu við Times-torg í New York í gær. Nærri 60 sentímetra jafnfallinn snjór var í Central Park í gær.
Fólk á göngu við Times-torg í New York í gær. Nærri 60 sentímetra jafnfallinn snjór var í Central Park í gær.

Íbúar New York borgar eru hvattir til að halda sig sem mest innandyra í dag vegna ofsaveðurs sem geisað hefur í borginni síðan í gær. Í gærkvöldi var nærri sextíu sentímetra nýfallinn snjór í Central Park, og hafa snjóalög ekki mælst meiri í áratugi í borginni. Þá er hávaðarok og þúsundir heimila hafa verið án rafmagns undanfarinn sólarhring. Allt flug hefur legið niðri á innanlandsflugvellinum LaGuardia og eins hafa orðið miklar tafir á Kennedy-flugvelli. Borgarstjórinn Michael Bloomberg hvatti íbúa borgarinnar í gær til að halda kyrru fyrir þangað til versta óveðrinu slotaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×