Fleiri fréttir Enginn veit hvað er að gerast Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast. 13.5.2005 00:01 Vildi bara styðja Ingibjörgu Helga Jónsdóttir, borgarritari og fyrrverandi aðstoðarkona Steingríms Hermannssonar, gekk eingöngu í Samfylkinguna til þess að styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri flokksins. Nafn Helgu átti hvergi að koma fram en það komst í hendur stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar og í kjölfarið var starfsmanni á skrifstofu flokksins sagt upp störfum. 13.5.2005 00:01 Telja Blair hætta innan árs Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flytur úr Downing-stræti tíu innan árs að mati breskra stjórnmálaskýrenda. Könnun Reuters á viðhorfum þekktustu stjórnmálaskýrenda á Bretlandseyjum leiðir í ljós að meirihluti þeirra telur að Gordon Brown taki við forsætisráðherraembættinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins, en hún verður á næsta ári. 13.5.2005 00:01 Aldurshnignun Evrópu Spár um lýðfræðilega þróun Evrópu á næstu 45 árum benda til þess að þrátt fyrir innflytjendastraum muni íbúum fækka og hlutfall aldraðra stórhækka. 13.5.2005 00:01 Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst. 13.5.2005 00:01 27 nýir þingmenn í lávarðadeildina Breska ríkisstjórnin tilnefndi í gær 27 nýja þingmenn í lávarðadeildina, þar af 16 úr Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn hefur flesta þingmenn í þessari efri deild breska þingsins. Lávarðadeildin er ekki lýðræðislega kosin heldur eru meðlimir hennar oftar en ekki aðalsmenn skipaðir af ríkisstjórninni. 13.5.2005 00:01 Fríverslun við Kína í burðarliðnum Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. 13.5.2005 00:01 Gott Hvitasunnuveður Það er útlit fyrir gott útivistarveður um allt land og í raun betri helgarveðurspá en maður leyfði sér að dreyma um á þessum árstíma." 13.5.2005 00:01 Róstur í Úsbekistan Í odda skarst milli hermanna og mótmælenda í Andijan í austurhluta Úsbekistan í gær. Mótmælendurnir ruddust inn í fangelsi í borginni til að frelsa þaðan 23 pólitíska fanga sem yfirvöld héldu á þeim forsendum að þeir væru íslamskir öfgamenn 13.5.2005 00:01 Mótmæli í Afganistan Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima. 13.5.2005 00:01 Bandaríkin kalla hermenn heim Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flytja 13 þúsund hermenn frá Þýskalandi og Suður-Kóreu. Þetta er liður í allsherjarniðurskurði þar sem til stendur að loka um 150 herstöðvum. Um þetta var tilkynnt í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í gær. 13.5.2005 00:01 Kennitöluflakk skaðar sjö af tíu Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum hafa borið fjárhagslegan skaða af kennitöluflakki samkvæmt könnun nemenda í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. 13.5.2005 00:01 Nýr framkvæmdastjóri ráðinn Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrarhagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins. 13.5.2005 00:01 Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. 13.5.2005 00:01 Mega vinna tímabundið á leyfis Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. 13.5.2005 00:01 Ekki verði gripið til séraðgerða Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. 13.5.2005 00:01 Íslendingum fækkar ekki á næstunni Fæðingar á Íslandi eru orðnar það fáar að þær duga ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin hér er samt sú næstmesta í Evrópu og því nokkuð í að okkur fari að fækka. 13.5.2005 00:01 Kuðungsígræðsla jók málþroska Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. 13.5.2005 00:01 Héngu aftan í strætó á línuskautum Tveir ungir drengir héngu hjálmlausir á línuskautum aftan í strætisvagni í Skerjafirði í gær. Eigendur verslunarinnar Skerjavers urðu þessa varir og létu skólayfirvöld í Melaskóla vita. 13.5.2005 00:01 Hundrað manns á Hvannadalshnjúk? Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. 13.5.2005 00:01 Leikskólabörn í sorpfræðslu Undanfarna viku hefur Umhverfisvika Gámaþjónustu Vestfjarða og leikskólabarna á Ísafirði staðið yfir á Ísafirði og í Bolungarvík. Alls hafa sextíu börn úr sjö leikskólum tekið þátt í verkefninu. 13.5.2005 00:01 Dreifa skít vegna ölvunarsamkomu Íbúar við Lyngmóa í Garðabæ hafa gripið til þess ráðs að dreifa skít til þess að fyrirbyggja ölvunarsamkomu ungmenna á túni í nágrenni íbúðarhúsa í kvöld og nótt. 13.5.2005 00:01 Vill áminna Kínverja Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld. 13.5.2005 00:01 Minnsta atvinnuleysi frá 2002 Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í rúm tvö og hálft ár, það mældist 2,3 prósent í apríl og þarf að fara aftur til september 2002 til að finna dæmi um að atvinnuleysi hafi verið minna, en þá var það 2,2 prósent. 13.5.2005 00:01 Flugmanninum sleppt Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt. 12.5.2005 00:01 Skjálftahrinan heldur áfram Skjálftahrinan suður af Reykjanesi heldur áfram en frá því á miðnætti hafa fjórtán skjálftar orðið þar, sá öflugasti 3,9 á Richter. Sá síðasti varð um stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Flestir urðu þeir í námunda við Eldeyjarboða. 12.5.2005 00:01 Að minnsta kosti tíu látnir Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti. 12.5.2005 00:01 Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. 12.5.2005 00:01 Atlantsolía opnar í Njarðvík Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni. 12.5.2005 00:01 Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. 12.5.2005 00:01 Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. 12.5.2005 00:01 Íslandsmetið í blindskák slegið? Henrik Larsen, stórmeistari í skák og skólastjóri Hróksins, ætlar að reyna að slá Íslandsmetið í blindskák í dag. Hann ætlar að tefna 18 blindskákir samtímis en það er sjö skákum meira en núverandi Íslandsmet sem Helgi Áss Grétarsson setti fyrir tveimur árum. 12.5.2005 00:01 Stjórnarskrá ESB samþykkt Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar. 12.5.2005 00:01 Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. 12.5.2005 00:01 Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. 12.5.2005 00:01 40 Tsjetsjenar drepnir á meðan Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins. 12.5.2005 00:01 Leyndi getuleysi fyrir konu sinni Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag. 12.5.2005 00:01 Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið á mjólkurvörum og osti, samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Verðstríð á matvörumarkaði hefur haft töluverð áhrif á neysluvísitöluna. 12.5.2005 00:01 Höfða mál gegn Hollendingum Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann. 12.5.2005 00:01 Gunnar velkominn í flokkinn Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. 12.5.2005 00:01 Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni. 12.5.2005 00:01 20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. 12.5.2005 00:01 Forsætisráðherra til Noregs Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 13. til 15. maí. Tilefni heimsóknarinnar er meðal annars að nú eru 100 ár frá því Norðmenn öðluðust sjáflstæði og norska konungdæmið var endurreist. 12.5.2005 00:01 Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. 12.5.2005 00:01 Flugvöllurinn lengdur um 130 m Framkvæmdir við lengingu flugvallarins á Þingeyri við Dýrafjörð hefjast innan fárra daga en skrifað var undir samning þess efnis í morgun. Flugbrautin verður lengd um rúma 130 metra og hefur henni verið lokað þar til 1. nóvember þegar framkvæmdum lýkur. 12.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Enginn veit hvað er að gerast Algjör ringulreið er í Úsbekistan eftir að hersveitir skutu á mótmælendur og meintir íslamskir öfgamenn slepptu hundruðum fanga úr fangelsi. Fjölmiðlar í landinu senda út skemmtidagskrá og enginn virðist vita með vissu hvað er að gerast. 13.5.2005 00:01
Vildi bara styðja Ingibjörgu Helga Jónsdóttir, borgarritari og fyrrverandi aðstoðarkona Steingríms Hermannssonar, gekk eingöngu í Samfylkinguna til þess að styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri flokksins. Nafn Helgu átti hvergi að koma fram en það komst í hendur stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar og í kjölfarið var starfsmanni á skrifstofu flokksins sagt upp störfum. 13.5.2005 00:01
Telja Blair hætta innan árs Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flytur úr Downing-stræti tíu innan árs að mati breskra stjórnmálaskýrenda. Könnun Reuters á viðhorfum þekktustu stjórnmálaskýrenda á Bretlandseyjum leiðir í ljós að meirihluti þeirra telur að Gordon Brown taki við forsætisráðherraembættinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins, en hún verður á næsta ári. 13.5.2005 00:01
Aldurshnignun Evrópu Spár um lýðfræðilega þróun Evrópu á næstu 45 árum benda til þess að þrátt fyrir innflytjendastraum muni íbúum fækka og hlutfall aldraðra stórhækka. 13.5.2005 00:01
Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst. 13.5.2005 00:01
27 nýir þingmenn í lávarðadeildina Breska ríkisstjórnin tilnefndi í gær 27 nýja þingmenn í lávarðadeildina, þar af 16 úr Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn hefur flesta þingmenn í þessari efri deild breska þingsins. Lávarðadeildin er ekki lýðræðislega kosin heldur eru meðlimir hennar oftar en ekki aðalsmenn skipaðir af ríkisstjórninni. 13.5.2005 00:01
Fríverslun við Kína í burðarliðnum Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við. 13.5.2005 00:01
Gott Hvitasunnuveður Það er útlit fyrir gott útivistarveður um allt land og í raun betri helgarveðurspá en maður leyfði sér að dreyma um á þessum árstíma." 13.5.2005 00:01
Róstur í Úsbekistan Í odda skarst milli hermanna og mótmælenda í Andijan í austurhluta Úsbekistan í gær. Mótmælendurnir ruddust inn í fangelsi í borginni til að frelsa þaðan 23 pólitíska fanga sem yfirvöld héldu á þeim forsendum að þeir væru íslamskir öfgamenn 13.5.2005 00:01
Mótmæli í Afganistan Að minnsta kosti sjö mótmælendur og lögreglumaður létust í gær þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda sem mótmælti vanvirðingu bandarískra hermanna í Guantanamo á Kóraninum, helgiriti múslima. 13.5.2005 00:01
Bandaríkin kalla hermenn heim Bandaríkjamenn hafa ákveðið að flytja 13 þúsund hermenn frá Þýskalandi og Suður-Kóreu. Þetta er liður í allsherjarniðurskurði þar sem til stendur að loka um 150 herstöðvum. Um þetta var tilkynnt í bandaríska varnarmálaráðuneytinu í gær. 13.5.2005 00:01
Kennitöluflakk skaðar sjö af tíu Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum hafa borið fjárhagslegan skaða af kennitöluflakki samkvæmt könnun nemenda í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. 13.5.2005 00:01
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrarhagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins. 13.5.2005 00:01
Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. 13.5.2005 00:01
Mega vinna tímabundið á leyfis Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu. 13.5.2005 00:01
Ekki verði gripið til séraðgerða Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. 13.5.2005 00:01
Íslendingum fækkar ekki á næstunni Fæðingar á Íslandi eru orðnar það fáar að þær duga ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin hér er samt sú næstmesta í Evrópu og því nokkuð í að okkur fari að fækka. 13.5.2005 00:01
Kuðungsígræðsla jók málþroska Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. 13.5.2005 00:01
Héngu aftan í strætó á línuskautum Tveir ungir drengir héngu hjálmlausir á línuskautum aftan í strætisvagni í Skerjafirði í gær. Eigendur verslunarinnar Skerjavers urðu þessa varir og létu skólayfirvöld í Melaskóla vita. 13.5.2005 00:01
Hundrað manns á Hvannadalshnjúk? Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. 13.5.2005 00:01
Leikskólabörn í sorpfræðslu Undanfarna viku hefur Umhverfisvika Gámaþjónustu Vestfjarða og leikskólabarna á Ísafirði staðið yfir á Ísafirði og í Bolungarvík. Alls hafa sextíu börn úr sjö leikskólum tekið þátt í verkefninu. 13.5.2005 00:01
Dreifa skít vegna ölvunarsamkomu Íbúar við Lyngmóa í Garðabæ hafa gripið til þess ráðs að dreifa skít til þess að fyrirbyggja ölvunarsamkomu ungmenna á túni í nágrenni íbúðarhúsa í kvöld og nótt. 13.5.2005 00:01
Vill áminna Kínverja Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld. 13.5.2005 00:01
Minnsta atvinnuleysi frá 2002 Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í rúm tvö og hálft ár, það mældist 2,3 prósent í apríl og þarf að fara aftur til september 2002 til að finna dæmi um að atvinnuleysi hafi verið minna, en þá var það 2,2 prósent. 13.5.2005 00:01
Flugmanninum sleppt Flugmanni Cessnu-vélar, sem flaug aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu í gær, var sleppt í gærkvöldi eftir yfirheyrslur hjá bandarísku leyniþjónustunni og alríkislögreglunni. Með honum í vélinni var flugnemi og var honum einnig sleppt. 12.5.2005 00:01
Skjálftahrinan heldur áfram Skjálftahrinan suður af Reykjanesi heldur áfram en frá því á miðnætti hafa fjórtán skjálftar orðið þar, sá öflugasti 3,9 á Richter. Sá síðasti varð um stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Flestir urðu þeir í námunda við Eldeyjarboða. 12.5.2005 00:01
Að minnsta kosti tíu látnir Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti. 12.5.2005 00:01
Svíar fá flesta launaða frídaga Svíar fá fleiri launaða frídaga en aðrir vinnandi menn í Evrópu. Launaðir frídagar í Svíþjóð eru að jafnaði þrjátíu og þrír á ári sem er heilum níu dögum meira en meðaltalið í öllum löndum Evrópusambandsins. 12.5.2005 00:01
Atlantsolía opnar í Njarðvík Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni. 12.5.2005 00:01
Kann að hafa látist Japanskur verktaki, sem Ansar al-Súnní hópurinn í Írak rændi á sunnudaginn, kann að hafa látist af sárum sínum. Á heimasíðu fyrirtækisins sem maðurinn starfaði fyrir segir að hann hafi særst alvarlega eftir að uppreisnarmenn réðust að honum og fjórum öðrum mönnum og alls óvíst sé að hann sé enn á lífi. Hinir mennirnir fjórir létust allir. 12.5.2005 00:01
Réttarhöldin yfir Ocalan óréttlát Réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Ocalan voru óréttlát að mati Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í málinu í morgun. Ocalan var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk en þeim dómi var síðar breytt í lífstíðarfangelsi, vegna þrýstings frá Evrópusambandinu. 12.5.2005 00:01
Íslandsmetið í blindskák slegið? Henrik Larsen, stórmeistari í skák og skólastjóri Hróksins, ætlar að reyna að slá Íslandsmetið í blindskák í dag. Hann ætlar að tefna 18 blindskákir samtímis en það er sjö skákum meira en núverandi Íslandsmet sem Helgi Áss Grétarsson setti fyrir tveimur árum. 12.5.2005 00:01
Stjórnarskrá ESB samþykkt Bundestag, neðri deild þýska þingsins, samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins með yfirgnæfandi meirihluta fyrir stundu. Stjórnarskráin á enn eftir að fara fyrir Bundesrat, efri deild þingsins, en ekki er búist við neinum umsnúningi þar. 12.5.2005 00:01
Í olíuviðskiptum við Saddam? Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. 12.5.2005 00:01
Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn. 12.5.2005 00:01
40 Tsjetsjenar drepnir á meðan Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins. 12.5.2005 00:01
Leyndi getuleysi fyrir konu sinni Ítalskur karlmaður, sem leyndi eiginkonu sína því að hann væri getulaus þar til eftir brúðkaupið, hefur verið dæmdur til að greiða henni bætur á þeirri forsendu að hann hafi eyðilagt möguleika hennar á að eignast fjölskyldu. Hæstiréttur Ítalíu dæmdi svo í dag. 12.5.2005 00:01
Bónus oftast með lægsta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið á mjólkurvörum og osti, samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Verðstríð á matvörumarkaði hefur haft töluverð áhrif á neysluvísitöluna. 12.5.2005 00:01
Höfða mál gegn Hollendingum Ættingjar nokkurra þeirra Bosníumúslima sem Serbar myrtu við Srebrenitsa árið 1995 hafa höfðað mál á hendur hollenskum yfirvöldum til að fá úr því skorið hver það var nákvæmlega sem gaf hollensku friðargæsluliðunum skipun um að vísa fólkinu út í opinn dauðann. 12.5.2005 00:01
Gunnar velkominn í flokkinn Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. 12.5.2005 00:01
Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni. 12.5.2005 00:01
20-25 þúsund borgarar látnir Alls hafa nú 20 til 25 þúsund almennir írakskir borgarar látið lífið í átökum og árásum frá því stríðið í landinu hófst. Talið er að a.m.k. tugur manna hafi beðið bana í bílasprengju sem sprakk í austurhluta Bagdad í morgun. 12.5.2005 00:01
Forsætisráðherra til Noregs Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 13. til 15. maí. Tilefni heimsóknarinnar er meðal annars að nú eru 100 ár frá því Norðmenn öðluðust sjáflstæði og norska konungdæmið var endurreist. 12.5.2005 00:01
Stóraukið framlag til HÍ Í ályktun frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands er þess krafist að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. 12.5.2005 00:01
Flugvöllurinn lengdur um 130 m Framkvæmdir við lengingu flugvallarins á Þingeyri við Dýrafjörð hefjast innan fárra daga en skrifað var undir samning þess efnis í morgun. Flugbrautin verður lengd um rúma 130 metra og hefur henni verið lokað þar til 1. nóvember þegar framkvæmdum lýkur. 12.5.2005 00:01