Gunnar velkominn í flokkinn 12. maí 2005 00:01 Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn. Gunnar Örn lýsti því yfir á Alþingi í gærkvöldi að hann hefði gengið úr Frjálslynda flokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Gunnar að ein ástæða úrsagnarinnar væri ágreiningur milli hans og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að hann hafir reynt að ræða við Magnús en varaformaðurinn hafi ekki sýnt því áhuga. Gunnar segist m.a. hafa sent honum bréf fyrir landsfundinn á dögunum þar sem hann óskaði eftir samtali við Magnús til að tilkynna honum mótframboð sitt um embætti varaformanns en Magnús hafi ekki svarað bréfinu. Spurður hvort Gunnar Örn hafi ráðfært sig við sína kjósendur sagðist hann hafa talað við sitt bakland. Og hann kvaðst ekki vera fyrsti maðurinn á „Íslandi“ til að skipta um flokk. „Ég veit ekki betur en að Winston Churchill, sá frægi maður, hafi gert það líka,“ sagði Gunnar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, telur Gunnar hafa svikið kjósendur flokksins. Hann segir frekar óþægilegt að missa mann fyrir borð. Gunnar sagði í gær að nauðsynlegt væri að í öllum stjórnarflokkum ríki drengskapur, traust og umburðarlyndi; spurður hvort skorti á þetta í Frjálslynda flokknum segir Guðjón að traustið og umburðarlyndið sé alveg eins Gunnars því hann hafi verið einn fjórði af þingflokknum. Og hann tekur fram að það sé algjörlega ljóst að það voru ekki atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum sem skiluðu Gunnari inn á þing. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var spurður út í orð formanns flokksins í upphafi kjörtímabilsins þegar hann sagði að ef Gunnar væri innan Sjálfstæðisflokksins hefði hann þurft að segja af sér þingmennsku þar sem hann átti yfir höfði sér fangelsisdóm. Geir segir að þessi ummæli hafi átt við þegar þau voru felld en ýmislegt hafi breyst síðan þá. Gunnar hafi tekið út sína refsingu. Hann hafi einnig sýnt að hann sé öflugur þingmaður og því vænti Sjálfstæðisflokkurinn góðs af samstarfi við hann. Geir segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki borið víurnar í Gunnar heldur hafi þetta verið að hans frumkvæði. Spurður hvort þingmaðurinn eigi samleið með Sjálfstæðisflokknum þar sem hann hafi m.a. gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir efnahagsstjórn og kvótakerfið segir Geir að það hljóti að vera fyrst hann hafi tekið þessa ákvörðun. Annars sé það Gunnars að svara því. Hægt er að horfa á viðtalið við Gunnar í Íslandi í bítið í morgun með því að smella á myndhlekkinn hér að neðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðjón Arnar Kristjánsson og Geir Haarde úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hljóðhlekkinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent