Innlent

Flugvöllurinn lengdur um 130 m

Framkvæmdir við lengingu flugvallarins á Þingeyri við Dýrafjörð hefjast innan fárra daga en skrifað var undir samning þess efnis í morgun. Flugbrautin verður lengd um rúma 130 metra og hefur henni verið lokað þar til 1. nóvember þegar framkvæmdum lýkur. Eftir endurbæturnar á flugvellinum geta Fokker-flugvélar, fullskipaðar fólki og frakt, tekið á loft og lent með sama flugtaksþunga og á Ísafirði. Kostnaður við verkið nemur 182 milljónum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×