Erlent

Telja Blair hætta innan árs

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flytur úr Downing-stræti tíu innan árs að mati breskra stjórnmálaskýrenda. Könnun Reuters á viðhorfum þekktustu stjórnmálaskýrenda á Bretlandseyjum leiðir í ljós að meirihluti þeirra telur að Gordon Brown taki við forsætisráðherraembættinu að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá Evrópusambandsins, en hún verður á næsta ári. Allir töldu stjórnmálaskýrendurnir að Blair yrði horfinn af pólitískum vettvangi fyrir árslok 2007



Fleiri fréttir

Sjá meira


×