Innlent

Leikskólabörn í sorpfræðslu

Undanfarna viku hefur Umhverfisvika Gámaþjónustu Vestfjarða og leikskólabarna á Ísafirði staðið yfir á Ísafirði og í Bolungarvík. Alls hafa sextíu börn úr sjö leikskólum tekið þátt í verkefninu. Umhverfisvikunni, sem er nú haldin í fjórða sinn, lauk í morgun og það var augljóst að börnin höfðu lært ýmislegt um meðferð á rusli því þau voru með alveg á hreinu hvað mætti gera við rusl og hvað ekki. Eftir mikla soprfræðslu var boðið upp á skoðun á vinnuvélum og sorpbílum við mikinn fögnuð enda fátt meira spennandi en að setjast undir stýri stórra ökutækja og vinnuvéla. Að endingu sungu börnin svo rusllag sem samið var sérstaklega í tilefni dagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×