Innlent

Gott Hvitasunnuveður

"Nú er það bara að drífa sig út fyrir borgarmörkin og njóta náttúrunnar og konunnar," sagði Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur betur þekktur sem Siggi stormur. Hann ætlar þó ekki að standa undir því nafni ef marka má spá hans fyrir Hvítasunnuhelgina. "Það er útlit fyrir gott útivistarveður um allt land og í raun betri helgarveðurspá en maður leyfði sér að dreyma um á þessum árstíma." Það er von að Siggi sé kátur því það verður hægviðri um allt land og víða fer hitinn í tveggja stafa tölu. Það verður þó frekar skýjað fram á sunnudag og hætta á súld aðallega vestan til á landinnu. Á sunnudag er svo von á norðanátt sem mun draga úr hita sérstaklega norðaustan til. Þeir sem gista í tjaldi verða þá að vera varir um sig en hugsanlega gerir næturfrostið þá vart við sig, sérstaklega er hætta á því norðaustanlands. En norðanáttin mun einnig bera burt skýin þannig að það verður bjartviðri um allt land á sunnudag og mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×