Hundrað manns á Hvannadalshnjúk? 13. október 2005 19:12 Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. Ferðin er á vegum Ferðafélagsins og fer fyrir hópnum pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson. En hverjir geta farið með í ferð sem þessa? Haraldur segir að allir sem séu í góðu ásigkomulagi, hafi gengið eitthvað og treysti sér í 15 tíma göngu geti farið. Gengið sé 2000 metra upp á við og það sé með því mesta sem menn geri, jafnvel þótt horft sé út fyrir landssteinana. Mikilvægt er að vera með réttan búnaðinn þegar farið er í ferðir upp á jökul en eins er vert er að hafa í huga að ganga rólega til að sprengja sig ekki. En er við því að búast að allir hundrað komist alla leið á toppinn? Haraldur segir að menn séu staðráðnir í að koma öllum á toppinn en hins vegar geti það alltaf gerst, og gert hafi verið ráð fyrir því, að einhverjir þurfi að snúa við. Trúlega verða flestir í sumarbústöðum og er lögreglan á Selfossi og í Borgarnesi við öllu búin og hefur lögreglumönnum verið fjölgað umfram það sem venja er. Á báðum stöðum var búist við mikill umferð seinni partinn í dag og fram á kvöld. Veðurspáin er góð fyrir morgundaginn en búist er við hæglætisveðri um allt land en en annað kvöld gæti verið farið að rigna á Norðaustur- og Austurlandi. Á sunnudag og mánudag fer að kólna með norðlægri átt. Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands. Ferðin er á vegum Ferðafélagsins og fer fyrir hópnum pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson. En hverjir geta farið með í ferð sem þessa? Haraldur segir að allir sem séu í góðu ásigkomulagi, hafi gengið eitthvað og treysti sér í 15 tíma göngu geti farið. Gengið sé 2000 metra upp á við og það sé með því mesta sem menn geri, jafnvel þótt horft sé út fyrir landssteinana. Mikilvægt er að vera með réttan búnaðinn þegar farið er í ferðir upp á jökul en eins er vert er að hafa í huga að ganga rólega til að sprengja sig ekki. En er við því að búast að allir hundrað komist alla leið á toppinn? Haraldur segir að menn séu staðráðnir í að koma öllum á toppinn en hins vegar geti það alltaf gerst, og gert hafi verið ráð fyrir því, að einhverjir þurfi að snúa við. Trúlega verða flestir í sumarbústöðum og er lögreglan á Selfossi og í Borgarnesi við öllu búin og hefur lögreglumönnum verið fjölgað umfram það sem venja er. Á báðum stöðum var búist við mikill umferð seinni partinn í dag og fram á kvöld. Veðurspáin er góð fyrir morgundaginn en búist er við hæglætisveðri um allt land en en annað kvöld gæti verið farið að rigna á Norðaustur- og Austurlandi. Á sunnudag og mánudag fer að kólna með norðlægri átt.
Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í haldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira