Innlent

Minnsta atvinnuleysi frá 2002

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í rúm tvö og hálft ár, það mældist 2,3 prósent í apríl og þarf að fara aftur til september 2002 til að finna dæmi um að atvinnuleysi hafi verið minna, en þá var það 2,2 prósent. Fleiri voru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu, 2,5 prósent, en landsbyggðinni, tvö prósent. Atvinnuleysi var minnst meðal karla á Vestfjörðum, 0,6 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Mest var það meðal kvenna á Norðurlandi eystra, 2,9 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×