Erlent

27 nýir þingmenn í lávarðadeildina

Breska ríkisstjórnin tilnefndi í gær 27 nýja þingmenn í lávarðadeildina, þar af 16 úr Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn hefur flesta þingmenn í þessari efri deild breska þingsins. Lávarðadeildin er ekki lýðræðislega kosin heldur eru meðlimir hennar oftar en ekki aðalsmenn skipaðir af ríkisstjórninni. Lávarðadeildin staðfestir eða synjar lögum úr neðri deild þingsins. Neðri deildin hefur þó vald til þess að virða ákvarðanir lávarðadeildarinnar að vettugi og gerðist það nú síðast þegar refaveiðar voru bannaðar á Bretlandseyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×