Íslendingum fækkar ekki á næstunni 13. október 2005 19:12 Fæðingar á Íslandi eru orðnar það fáar að þær duga ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin hér er samt sú næstmesta í Evrópu og því nokkuð í að okkur fari að fækka. Fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu þarf að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum en meðaltalið er nú rétt undir því marki og hefur verið undanfarin fimm ár. Sífellt fátíðara verður að konur undir tuttugu og fimm ára aldri eignist börn en meðalaldur frumbyrja er nú 26 ár. Þó eru alltaf undantekningar. Fanney Margrétardóttir er nýbökuð móðir, sautján ára gömul og hún ætlar að eiga fleiri. Aðspurð segir hún að sig langi að eignast þrjú til fjögur börn. Fanney segir að þótt litli frumburðurinn seinki framtíðaráætlununum aðeins þá muni hann ekki hindra foreldrana í að ná sínum markmiðum, hún ætlar aftur í skóla til dæmis. Og drengurinn fæddist á heppilegum degi. Fanney segir að hann fæðst á afmælisdegi Kópavogs og að hann sé Kópavogsbúi. 31. desember 2004 voru íbúar á Íslandi tæplega 294.000. Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna verða Íslendingar orðnir 330.000 eftir rúm fimmtán ár. En hvernig má það vera ef fæðingar eru ekki einu sinni nógu margar til að viðhalda mannfjöldanum? Ólöf Garðarsdóttir hjá mannfjöldadeild Hagstofu Íslands segir að þetta megi skýra með því að innflytjendum hafi fjölgað og þá sé hið lága fæðingarhlutfall tiltölulega nýtilkomið. Þegar rætt sé um að mannfjöldanum verði ekki viðhaldið sé horft til lengri tíma, þegar þeir árgangar sem koma í heiminn nú fari að eiga börn. Kemur þá að því að okkur fer að fækka? Ólöf segir að samkvæmt mannfjöldspá Hagstofunnar verði fjöldi innflytjenda býsna mikill á Íslandi á næstu áratugum þannig að það líti ekki út fyrir að Íslendingum fækki næstu 20-30 árin en ekki sé vitað hvað gerist svo. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Fæðingar á Íslandi eru orðnar það fáar að þær duga ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin hér er samt sú næstmesta í Evrópu og því nokkuð í að okkur fari að fækka. Fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu þarf að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum en meðaltalið er nú rétt undir því marki og hefur verið undanfarin fimm ár. Sífellt fátíðara verður að konur undir tuttugu og fimm ára aldri eignist börn en meðalaldur frumbyrja er nú 26 ár. Þó eru alltaf undantekningar. Fanney Margrétardóttir er nýbökuð móðir, sautján ára gömul og hún ætlar að eiga fleiri. Aðspurð segir hún að sig langi að eignast þrjú til fjögur börn. Fanney segir að þótt litli frumburðurinn seinki framtíðaráætlununum aðeins þá muni hann ekki hindra foreldrana í að ná sínum markmiðum, hún ætlar aftur í skóla til dæmis. Og drengurinn fæddist á heppilegum degi. Fanney segir að hann fæðst á afmælisdegi Kópavogs og að hann sé Kópavogsbúi. 31. desember 2004 voru íbúar á Íslandi tæplega 294.000. Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna verða Íslendingar orðnir 330.000 eftir rúm fimmtán ár. En hvernig má það vera ef fæðingar eru ekki einu sinni nógu margar til að viðhalda mannfjöldanum? Ólöf Garðarsdóttir hjá mannfjöldadeild Hagstofu Íslands segir að þetta megi skýra með því að innflytjendum hafi fjölgað og þá sé hið lága fæðingarhlutfall tiltölulega nýtilkomið. Þegar rætt sé um að mannfjöldanum verði ekki viðhaldið sé horft til lengri tíma, þegar þeir árgangar sem koma í heiminn nú fari að eiga börn. Kemur þá að því að okkur fer að fækka? Ólöf segir að samkvæmt mannfjöldspá Hagstofunnar verði fjöldi innflytjenda býsna mikill á Íslandi á næstu áratugum þannig að það líti ekki út fyrir að Íslendingum fækki næstu 20-30 árin en ekki sé vitað hvað gerist svo.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira