Kuðungsígræðsla jók málþroska 13. október 2005 19:12 Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. Valsarinn Óli Þór Sigurjónsson tjáir sig á tveimur málum, talaðri íslensku og táknmáli. Þökk sé tækninni er íslenska hans fyrsta mál en ekki táknmál. Tveggja ára fór hann í kuðungsígræðslu í Svíþjóð. Tæki sem nemur hljóð var komið fyrir í innra eyranu en það sendir rafboð eftir heyrnartauginni til heilans. Með markvissri þjálfun hjá talmeinafræðingi og dyggum stuðningi foreldra, leikskólans, Talþjálfunar Reykjavíkur og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar hefur hann á fjórum árum náð sama málþroska og jafnaldrar hans sem hafa heyrt frá fyrsta degi. Þessi íslenska leið skilar betri árangri en sést hefur hjá nágrannaþjóðum okkar. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur telur að árangurinn sé að mörgu leyti einstakur vegna þess að Óli sé að ná því að vera því sem næst tvítyngdur á íslensku og táknmál. Það vanti aðeins upp á seinna málið en hann hafi alla færni og allar leiðir til að verða mjög fær í táknmálinu. Regína Rögnvaldsdóttir leikskólasérkennari á leiksóla Óla Þórs segir að þetta hafi gefið góða raun. Óli Þór læri bæði málin sem sé mjög mikilvægt fyrir hann. Óli Þór fer í Hlíðaskóla í haust, þar er deild fyrir heyrnarlaus börn, en til að styrkja þann frábæra árangur sem náðst hefur vill talmeinafræðingurinn að Óli Þór fari í almennan bekk og stundi nám án sérstakrar aðstoðar táknmálstúlks. Í öðrum löndum er fátítt að heyrnarlaus börn gerist svo sjálfstæð í heimi heyrenda, alltént á svo skömmum tíma. Bryndís segir að það vanti að einhver taki hvert og eitt mál að sér og fylgi því eftir frá a til ö. Litli bróðir Óla Þórs er líka heyrnarlaus. Þess stutta, sem er sautján mánaða, bíður seinni kuðungsígræðslan af tveimur síðar á þessu ári. Svo tekur við markviss þjálfun alveg eins og hjá stóra bróður. Kuðungsígræðsla er nýleg aðgerð og hún gagnast ekki öllum heyrnarskertum börnum. Mörgum opnar hún alveg nýjan heim. Óli Þór er lifandi sönnun þess. Fréttir Innlent Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus. Valsarinn Óli Þór Sigurjónsson tjáir sig á tveimur málum, talaðri íslensku og táknmáli. Þökk sé tækninni er íslenska hans fyrsta mál en ekki táknmál. Tveggja ára fór hann í kuðungsígræðslu í Svíþjóð. Tæki sem nemur hljóð var komið fyrir í innra eyranu en það sendir rafboð eftir heyrnartauginni til heilans. Með markvissri þjálfun hjá talmeinafræðingi og dyggum stuðningi foreldra, leikskólans, Talþjálfunar Reykjavíkur og Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar hefur hann á fjórum árum náð sama málþroska og jafnaldrar hans sem hafa heyrt frá fyrsta degi. Þessi íslenska leið skilar betri árangri en sést hefur hjá nágrannaþjóðum okkar. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur telur að árangurinn sé að mörgu leyti einstakur vegna þess að Óli sé að ná því að vera því sem næst tvítyngdur á íslensku og táknmál. Það vanti aðeins upp á seinna málið en hann hafi alla færni og allar leiðir til að verða mjög fær í táknmálinu. Regína Rögnvaldsdóttir leikskólasérkennari á leiksóla Óla Þórs segir að þetta hafi gefið góða raun. Óli Þór læri bæði málin sem sé mjög mikilvægt fyrir hann. Óli Þór fer í Hlíðaskóla í haust, þar er deild fyrir heyrnarlaus börn, en til að styrkja þann frábæra árangur sem náðst hefur vill talmeinafræðingurinn að Óli Þór fari í almennan bekk og stundi nám án sérstakrar aðstoðar táknmálstúlks. Í öðrum löndum er fátítt að heyrnarlaus börn gerist svo sjálfstæð í heimi heyrenda, alltént á svo skömmum tíma. Bryndís segir að það vanti að einhver taki hvert og eitt mál að sér og fylgi því eftir frá a til ö. Litli bróðir Óla Þórs er líka heyrnarlaus. Þess stutta, sem er sautján mánaða, bíður seinni kuðungsígræðslan af tveimur síðar á þessu ári. Svo tekur við markviss þjálfun alveg eins og hjá stóra bróður. Kuðungsígræðsla er nýleg aðgerð og hún gagnast ekki öllum heyrnarskertum börnum. Mörgum opnar hún alveg nýjan heim. Óli Þór er lifandi sönnun þess.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira