Erlent

40 Tsjetsjenar drepnir á meðan

Rússneskar hersveitir drápu 40 tsjetsjenska skæruliða á meðan stjórnvöld í Moskvu héldu mikil hátíðahöld í tilefni af því að 60 ár voru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Stjórnvöld í Kreml óttuðust árásir af hálfu Tsjetsjena í tengslum við hátíðahöldin, samkvæmt heimildum innan rússneska hersins. Talsmaður hersins neitar því að nokkur tengsl séu þarna á milli. Hann segir að skæruliðarnir hafi verið felldir í aðskildum átökum í fjalllendi Kákasus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×