Innlent

Kennitöluflakk skaðar sjö af tíu

Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum hafa borið fjárhagslegan skaða af kennitöluflakki samkvæmt könnun nemenda í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Þar af hafði fjórðungur þeirra fengið að kenna á kennitöluflakki sex sinnum eða oftar svo fjárhagslegur skaði hlytist af. Aðeins tvö af hverjum tíu fyrirtækja sem spurð voru í könnuninni sögðu kennitöluflakk ekki vera alvarlegt vandamál í íslensku atvinnulífi. Alls bárust svör frá 354 fyrirtækjum og þau þeirra sem orðið höfðu fyrir tjóni námu það svo að þau hefðu samtals tapað rúmlega einum og hálfum milljarði vegna kennitöluflakks á síðustu fimm árum. Samtök iðnaðarins hefja nú herferð gegn kennitölubraski en það var álit flestra sem þátt tóku í könnuninni að þörf væri á frekari reglu- eða lagasetningu til að koma í veg fyrir kennitöluflakk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×