Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif? 13. október 2005 19:12 Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi. Ekkert fréttist af viðræðum íslenskra stjórnvalda við bandarísk yfirvöld um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna en það er ekki þar með sagt að ekkert sé að gerast. Fjölmargar tillögur um hugsanlegt framtíðarfyrirkomulag Keflavíkurstöðvarinnar hafa verið smíðaðar og sendar hæstráðendum í Hvíta húsinu. Nú er beðið ákvörðunar þar, sem er þó að líkindum ekki að vænta fyrr en að loknum einhvers konar viðræðum við Íslendinga. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 eru tillögurnar af öllum stærðum og gerðum. Sumar gera ráð fyrir því að nánast öllu verði lokað og að nokkrir tugir hermanna og íslenskir verktakar sjái um lágmarksviðhald þannig að hægt sé að blása lífi í stöðina sé þess þörf. Meðal hugmynda er að segja upp fjölda fastráðinna iðnaðarmanna og öðrum og fela verktökum tilfallandi störf eftir því sem þurfa þykir. Rætt er um að allt að helmingur núverandi íslenskra starfsmanna Varnarliðsins gæti misst vinnuna verði farið eftir þessari tillögu. Önnur tillaga, sem sögð er líklegust, gerir ráð fyrir því að bandaríski flugherinn taki við stöðinni en sem stendur hefur sjóherinn yfirráð yfir henni. Fjöldi viðmælenda fréttastofunnar segir slíka tillögu hafa verið útfærða ítarlega en með henni væri grundvallarskilyrði Íslendinga, vera orrustuþotna, mætt. Það þykir renna stoðum undir áhuga flughersins að yfirmaður stöðvarinnar nú er úr flughernum, en það gerðist síðast árið 1961. Óljóst er hver fjöldi hermanna yrði en sumar útgáfur þessarar tillögu gera ráð fyrir að umfang herstöðvarinnar aukist. Kröfur flughersins eru allt aðrar sjóhersins og hætt er við að íslenskir verktakar kættust þegar breyta þyrfti vistarverum og stórum hluta innviða mannvirkja á vellinum. Einn viðmælanda fréttastofunnar nefndi sem dæmi að unnið er að dýrri endurnýjun meginmatsalarins en taki flugherinn við þyrfti að taka hann í gegn á ný þar sem hann uppfyllti engan veginn kröfur flughersins. Ennfremur er sagt að hjá sjóhernum sé litið á stöðina sem óþarfa en að flughersmenn telji þjálfunarmöguleika hér kost. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er rætt um að hluti starfseminnar á Varnarstöðinni verði falinn flughernum frá og með næsta hausti en þær fregnir hafa ekki fengist staðfestar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent