Aldurshnignun Evrópu 13. október 2005 19:12 Valdas Adamkus, forseti Litháens, sagði í stefnuræðu sinni fyrir skemmstu að þjóðin stæði frammi fyrir þremur stórum áskorunum. Ein þeirra væri "að stöðva útdauða þjóðarinnar". Þessi orð Litháensforseta endurspegla þær áhyggjur sem evrópskir ráðamenn hafa af lýðfræðilegri þróun í löndum álfunnar. Skýrslur sem stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópuráðið og Evrópusambandið hafa birt á síðustu misserum benda allar í sömu átt: Mikil lækkun fæðingartíðni stefnir í að valda talsverðri fólksfækkun í álfunni á næstu áratugum. Minni fæðingartíðni, ásamt hækkandi meðalaldri, mun einnig valda miklum breytingum á aldurssamsetningu Evrópubúa, sem mun verða mikil prófraun fyrir félagsleg kerfi landanna sem í hlut eiga. Þótt innflytjendur sem streyma til hinna ríkari landa álfunnar dragi að nokkru leyti úr þessum vandamálum skapa þeir jafnframt önnur ekki síður erfið úrlausnarefni. Í Litháen, sem og í mörgum öðrum fyrrverandi austantjaldslöndum, eru horfurnar sérstaklega alvarlegar þar sem þar fer snarlækkuð fæðingartíðni saman við fólksflótta; unga fólkið flykkist úr landi til að leita atvinnu og betri lífskjara í hinum ríkari löndum álfunnar. Hundruð þúsunda manna, mest ungt fólk, hafa flust frá Litháen frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt árið 1991. Straumurinn hefur að sögn frekar aukist en hitt frá því landið fékk aðild að Evrópusambandinu fyrir ári, þar sem aðildin gerir Litháum auðveldara að fá atvinnuréttindi í öðrum ESB-löndum. Reiknað hefur verið út að búast megi við því að íbúafjöldi Litháens falli úr 3,5 milljónum nú í um þrjár milljónir árið 2050. Horfurnar eru síst skárri í hinum Eystrasaltslöndunum; reiknað er með að íbúatala Lettlands muni á sama tímabili dragast saman um 19,2 prósent og Eistlands um 16,6 prósent. Innflytjendur hægja á fólksfækkuninni Íbúum Evrópu hefði fækkað um 4,4 milljónir á tímabilinu 1995 til 2000, sem samsvarar um 1,2 prósentustigum, ef ekki hefðu fimm milljónir innflytjenda streymt þangað á þessu tímabili, að því er segir í nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um hag- og félagsþróun í heiminum (UN World Economic and Social Survey). Íbúum Þýskalands, fjölmennasta lands álfunnar utan Rússlands, hefði farið fækkandi allt frá árinu 1970 ef engir hefðu verið innflytjendurnir. Eurostat spáir því að íbúatala Þýskalands muni, þrátt fyrir áframhaldandi innflytjendastraum, lækka um 9,6 prósent fram til ársins 2050, niður í 74,6 milljónir. Jafnvel þótt að meðaltali komi um 600.000 innflytjendur árlega til Evrópu umfram það fólk sem flytur þaðan, eins og skýrsluhöfundar SÞ reikna með að gerist á árabilinu 2000-2050, eru samt sem áður horfur á að heildaríbúafjöldi Evrópulandanna dragist saman um 96 milljónir á þessu tímaskeiði. Á sama tíma fjölgar fólki í öllum hinum heimsálfunum, reyndar misört, mest í Asíu og Afríku. Samkvæmt útreikningum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, mun innflytjendastraumur til Evrópusambandslandanna valda því að íbúunum fjölgi tímabundið um rúmlega þrettán milljónir á næstu 20 árum. Þannig muni íbúum núverandi ESB-landanna 25 fjölga í 470 milljónir árið 2025. Næstu 25 ár þar á eftir mun þeim fækka aftur um 20 milljónir að sögn Eurostat, en þessar tölur eru alveg í samræmi við útreikninga SÞ sem áður er vitnað til. Hlutfall fólks sem er yfir 65 ára aldri mun líka hækka mikið, úr 16,4 prósentum nú í rétt tæp 30 prósent árið 2050. "Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun rík Evrópa með síminnkandi hlutfall íbúafjölda heimsins alltaf verða segull á innflytjendur, og reyndar þurfa á þeim að halda," sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, á ráðstefnu í síðasta mánuði um lýðfræðilegar breytingar í álfunni, í kjölfar birtingar skýrslu um sama efni sem unnin var á vegum stofnunarinnar. Davis skoraði á ríkisstjórnir Evrópulanda að grípa til ráðstafana til að ýta undir barneignir Evrópubúa. Allt of margt í vinnumarkaðsreglum, skattkerfi o.s.frv. væri íþyngjandi fyrir fólk sem vildi samræma atvinnuframa og barneignir. Þessu yrði að breyta. Ört "gránandi" þjóðfélög Hlutfall íbúa ESB-landa á aldrinum 15 til 64 ára, virkasta atvinnualdrinum, mun að líkindum lækka úr 67,2 prósentum árið 2004 í 56,7 prósent árið 2050, samkvæmt útreikningum Eurostat. Það samsvarar samdrætti um 52 milljónir manna á atvinnualdri. Fyrirsjáanlegt er að þessi samdráttur verði mikil byrði á vinnandi íbúa álfunnar, sem munu þurfa að fjármagna heilbrigðisþjónustu og lífeyriskerfi samfélaga sem eru sífellt að eldast. Reiknað er með að hæst verði hlutfall aldraðra á Spáni, 35,5 prósent allra íbúanna, árið 2050. Reiknað hlutfall vinnandi hluta íbúanna á þann hluta sem þiggur velferðarþjónustu verður þá 93:100 á Spáni, samkvæmt útreikningi SÞ. Ef engir kæmu innflytjendurnir til Spánar á þessu tímabili yrði þetta hlutfall 100:100 samkvæmt sömu spá. Það þýðir að hver vinnufær einstaklingur myndi í raun þurfa að fjármagna framfærslu eins barns eða eftirlaunaþega. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu Evrópuráðsins eru íbúar Evrópulandanna nú þegar langelstir allra landa heims. Meðalaldur Evrópubúa er meira en tíu árum hærri en meðaltal alls heimsins. "Fólksfækkunin sýnir hve mikilvægt það er að ríkisstjórnirnar taki á vandanum sem fylgir "gránandi" samfélögum," sagði Amelia Torres, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB. "Áhrif fólksfækkunar verður meiri háttar viðfangsefni stjórnvalda á næstu áratugum. Bæði það hvernig málið horfir við Evrópubúum, með lækkandi fæðingartíðni og hækkandi hlutfalli aldraðra, og hvernig það horfir við heiminum í heild með hægari fólksfjölgun, endurspeglar einstæðar áskoranir sem krefjast samræmdra pólitískra aðgerða til skemmri og lengri tíma litið," sagði Evrópuráðsforsetinn Davis. Erlent Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Valdas Adamkus, forseti Litháens, sagði í stefnuræðu sinni fyrir skemmstu að þjóðin stæði frammi fyrir þremur stórum áskorunum. Ein þeirra væri "að stöðva útdauða þjóðarinnar". Þessi orð Litháensforseta endurspegla þær áhyggjur sem evrópskir ráðamenn hafa af lýðfræðilegri þróun í löndum álfunnar. Skýrslur sem stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópuráðið og Evrópusambandið hafa birt á síðustu misserum benda allar í sömu átt: Mikil lækkun fæðingartíðni stefnir í að valda talsverðri fólksfækkun í álfunni á næstu áratugum. Minni fæðingartíðni, ásamt hækkandi meðalaldri, mun einnig valda miklum breytingum á aldurssamsetningu Evrópubúa, sem mun verða mikil prófraun fyrir félagsleg kerfi landanna sem í hlut eiga. Þótt innflytjendur sem streyma til hinna ríkari landa álfunnar dragi að nokkru leyti úr þessum vandamálum skapa þeir jafnframt önnur ekki síður erfið úrlausnarefni. Í Litháen, sem og í mörgum öðrum fyrrverandi austantjaldslöndum, eru horfurnar sérstaklega alvarlegar þar sem þar fer snarlækkuð fæðingartíðni saman við fólksflótta; unga fólkið flykkist úr landi til að leita atvinnu og betri lífskjara í hinum ríkari löndum álfunnar. Hundruð þúsunda manna, mest ungt fólk, hafa flust frá Litháen frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt árið 1991. Straumurinn hefur að sögn frekar aukist en hitt frá því landið fékk aðild að Evrópusambandinu fyrir ári, þar sem aðildin gerir Litháum auðveldara að fá atvinnuréttindi í öðrum ESB-löndum. Reiknað hefur verið út að búast megi við því að íbúafjöldi Litháens falli úr 3,5 milljónum nú í um þrjár milljónir árið 2050. Horfurnar eru síst skárri í hinum Eystrasaltslöndunum; reiknað er með að íbúatala Lettlands muni á sama tímabili dragast saman um 19,2 prósent og Eistlands um 16,6 prósent. Innflytjendur hægja á fólksfækkuninni Íbúum Evrópu hefði fækkað um 4,4 milljónir á tímabilinu 1995 til 2000, sem samsvarar um 1,2 prósentustigum, ef ekki hefðu fimm milljónir innflytjenda streymt þangað á þessu tímabili, að því er segir í nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um hag- og félagsþróun í heiminum (UN World Economic and Social Survey). Íbúum Þýskalands, fjölmennasta lands álfunnar utan Rússlands, hefði farið fækkandi allt frá árinu 1970 ef engir hefðu verið innflytjendurnir. Eurostat spáir því að íbúatala Þýskalands muni, þrátt fyrir áframhaldandi innflytjendastraum, lækka um 9,6 prósent fram til ársins 2050, niður í 74,6 milljónir. Jafnvel þótt að meðaltali komi um 600.000 innflytjendur árlega til Evrópu umfram það fólk sem flytur þaðan, eins og skýrsluhöfundar SÞ reikna með að gerist á árabilinu 2000-2050, eru samt sem áður horfur á að heildaríbúafjöldi Evrópulandanna dragist saman um 96 milljónir á þessu tímaskeiði. Á sama tíma fjölgar fólki í öllum hinum heimsálfunum, reyndar misört, mest í Asíu og Afríku. Samkvæmt útreikningum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, mun innflytjendastraumur til Evrópusambandslandanna valda því að íbúunum fjölgi tímabundið um rúmlega þrettán milljónir á næstu 20 árum. Þannig muni íbúum núverandi ESB-landanna 25 fjölga í 470 milljónir árið 2025. Næstu 25 ár þar á eftir mun þeim fækka aftur um 20 milljónir að sögn Eurostat, en þessar tölur eru alveg í samræmi við útreikninga SÞ sem áður er vitnað til. Hlutfall fólks sem er yfir 65 ára aldri mun líka hækka mikið, úr 16,4 prósentum nú í rétt tæp 30 prósent árið 2050. "Hvort sem okkur líkar betur eða verr mun rík Evrópa með síminnkandi hlutfall íbúafjölda heimsins alltaf verða segull á innflytjendur, og reyndar þurfa á þeim að halda," sagði Terry Davis, forseti Evrópuráðsins, á ráðstefnu í síðasta mánuði um lýðfræðilegar breytingar í álfunni, í kjölfar birtingar skýrslu um sama efni sem unnin var á vegum stofnunarinnar. Davis skoraði á ríkisstjórnir Evrópulanda að grípa til ráðstafana til að ýta undir barneignir Evrópubúa. Allt of margt í vinnumarkaðsreglum, skattkerfi o.s.frv. væri íþyngjandi fyrir fólk sem vildi samræma atvinnuframa og barneignir. Þessu yrði að breyta. Ört "gránandi" þjóðfélög Hlutfall íbúa ESB-landa á aldrinum 15 til 64 ára, virkasta atvinnualdrinum, mun að líkindum lækka úr 67,2 prósentum árið 2004 í 56,7 prósent árið 2050, samkvæmt útreikningum Eurostat. Það samsvarar samdrætti um 52 milljónir manna á atvinnualdri. Fyrirsjáanlegt er að þessi samdráttur verði mikil byrði á vinnandi íbúa álfunnar, sem munu þurfa að fjármagna heilbrigðisþjónustu og lífeyriskerfi samfélaga sem eru sífellt að eldast. Reiknað er með að hæst verði hlutfall aldraðra á Spáni, 35,5 prósent allra íbúanna, árið 2050. Reiknað hlutfall vinnandi hluta íbúanna á þann hluta sem þiggur velferðarþjónustu verður þá 93:100 á Spáni, samkvæmt útreikningi SÞ. Ef engir kæmu innflytjendurnir til Spánar á þessu tímabili yrði þetta hlutfall 100:100 samkvæmt sömu spá. Það þýðir að hver vinnufær einstaklingur myndi í raun þurfa að fjármagna framfærslu eins barns eða eftirlaunaþega. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu Evrópuráðsins eru íbúar Evrópulandanna nú þegar langelstir allra landa heims. Meðalaldur Evrópubúa er meira en tíu árum hærri en meðaltal alls heimsins. "Fólksfækkunin sýnir hve mikilvægt það er að ríkisstjórnirnar taki á vandanum sem fylgir "gránandi" samfélögum," sagði Amelia Torres, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB. "Áhrif fólksfækkunar verður meiri háttar viðfangsefni stjórnvalda á næstu áratugum. Bæði það hvernig málið horfir við Evrópubúum, með lækkandi fæðingartíðni og hækkandi hlutfalli aldraðra, og hvernig það horfir við heiminum í heild með hægari fólksfjölgun, endurspeglar einstæðar áskoranir sem krefjast samræmdra pólitískra aðgerða til skemmri og lengri tíma litið," sagði Evrópuráðsforsetinn Davis.
Erlent Fréttir Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira