Innlent

Íslandsmetið í blindskák slegið?

Henrik Larsen, stórmeistari í skák og skólastjóri Hróksins, ætlar að reyna að slá Íslandsmetið í blindskák í dag. Hann ætlar að tefna 18 blindskákir samtímis en það er sjö skákum meira en núverandi Íslandsmet sem Helgi Áss Grétarsson setti fyrir tveimur árum. Fjölteflið fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand og hefst klukkan 15. Mótherjarnir verða átján krakkar sem unnu sér rétt til að tefla á úrslitamóti Tívolísyrpunnar 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×