Innlent

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrarhagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins. Birgir tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem hóf nýverið störf sem forstjóri lággjaldaflugfélagsins Sterling sem er í eigu sömu aðila og Iceland Express. Iceland Express er að færa út kvíarnar og flýgur jómfrúarferð sína til Frankfurt Hahn þann 21. maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×