Fleiri fréttir

Stálu tvö hundruð tyggjóvélum

Áhugamenn um tyggigúmmí virðast hafa verið á ferðinni í þýska bænum Steinfurt í nótt. Þar brutust þjófar inn í birgðageymslu og höfðu á brott með sér 200 fullhlaðnar tyggjóvélar að sögn lögreglu bæjarins. Vélarnar og gúmmíið eru sögð vera 10 þúsund evra virði, andvirði 800 þúsunda íslenskra króna.

Olíuskip frestar för vegna hafíss

Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Breska olíuskipið Cield D Bafin þurfti að fresta för frá Akureyri í gær vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Gunnar Arason yfirhafnsögumaður segir að líklega muni skipstjórinn reyna að sigla á brott í nótt í von um að ná siglingaleiðinni austur fyrir land í björtu.

Enn einn Serbi gefur sig fram

Þeim fjölgar stöðugt sem gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Drago Nikolic, fyrrverandi liðþjálfi í serbneska hernum, gaf sig fram í dag, en hann er sjöundi Serbinn á tveimur mánuðum sem gefur sig fram. Hann var eftirlýstur fyrir að hafa verið einn skipuleggjenda fjöldamorðanna í Srebrenica í Bosníu árið 1994.

Fundu barnaklám í áhlaupi

Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi.

Hafísinn enn til trafala

Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land.

Meirihlutinn springur í annað sinn

Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta.

Óvíst hverjir stóðu að tilræði

Sprengja sprakk nærri bifreið Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, í Pristina, höfuðborg landsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að ráða Rugova af dögum.

Meiri fjölgun en tvö ár á undan

Íslendingum fjölgaði um eitt prósent á síðasta ári og voru 293.577 talsins 1. desember í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er þetta talsvert meiri fjölgun en árin tvö þar á undan og má einkum rekja hana til vaxandi flutninga til landsins.

Stolnum skóm dreift við leikskóla

Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina.

Leita aftur ríkisborgararéttar

Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Hafi veist að heiðri fréttamanna

Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær.

Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn

Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa.

Fóstureyðingar orðnar kosningamál

Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur.

Vilja auka samstarf í hamfaramálum

Norrænu utanríkisráðherrarnir vilja nánara samstarf á Norðurlöndum þegar brugðist er við náttúruhamförum eins og flóðbylgjunni sem varð í Asíu um jólin. Þetta kom fram eftir fund þeirra í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrarnir eru sammála um aukið samstarf við náttúruhamfarir í framtíðinni.

Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna

Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon.

Dæmdir fyrir að skipuleggja árás

Franskur dómstóll dæmdi í dag fransk-alsírskan mann í tíu ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sendiráð Bandaríkjanna í París í loft upp. Fimm samverkamenn hans voru dæmdir í eins til níu ára fangelsi. Þeir eru allir alsírskir og grunaðir um að hafa tengsl við al-Qaida hryðjuverkasamtökin. Allir neituðu mennirnir sakargiftunum.

Króatar ekki sagðir samstarfsfúsir

Aðalsaksóknari Alþjóðaglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Evrópusambandinu að Króatar hafi ekki sýnt nógu mikinn samstarfsvilja við að framselja stríðsglæpamenn. Þetta gæti haft þau áhrif að Evrópusambandið seinki aðildarviðræðum Króata, sem áttu að hefjast í þessari viku.

Vonsvikin með ákvörðun Ríkiskaupa

Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði Slippstöðvarinnar í viðgerðir á Ægi og Tý og taka pólsku tilboði, í tilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér.

Sleppa indverskum föngum

Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi.

Mikil áhugi á Lambaselslóðum

Þrjátíu lóðir við Lambasel verða auglýstar til umsóknar um næstu helgi. Umsóknarfrestur er til 7. apríl. Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur þegar borist fjöldi fyrirspurna um lóðirnar en dregið verður úr innsendum umsóknum hjá sýslumanninum í Reykjavík og fá umsækjendur svokallað valnúmer í sömu röð og umsóknir þeirra verða dregnar út.

Færri veik börn til útlanda

Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Herbalife-salar á alheimsráðstefnu

Aldarfjórðungs afmæli Herbalife verður fagnað á alheimsráðstefnu í Atlanta í Bandaríkjunum um miðjan apríl. Fjöldi íslenskra Herbalife-sala ætlar utan. Elton John spilar fyrir ráðstefnugesti. </font /></b />

Jafnræði kynjanna í Mjóafirði

Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt.

Vilja allar þjóðleiðir á láglendi

Þrír þingmenn Frjálslynda flokksins lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhorni landsins verði á láglendi, eða undir 200 metra hæð yfir sjó. Lagt er til að Vegagerðinni skuli falið að vinna tillögur þessa efnis.

Bíldudalslögin hrönnuðust inn

Fjöldi laga barst í lagasamkeppni Bíldudals grænna, sumarhátíðar Bílddælinga. Dómnefnd kemur saman í dag og hlustar á lögin.

Hundrað þúsund bækur seldust

Slegið er á að um eitt hundrað þúsund eintök af bókum og blöðum hafi selst á nýafstöðnum bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni.

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Ók á Porsche upp á Skjaldbreið

Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár.

Bráðveikt fólk á biðlistum

Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b />

Hafa vaxandi áhyggjur af Kínverjum

Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja, sérstaklega í ljósi deilna þeirra við Taívana, en Taívanar hafa sýnt aukna sjálfstæðistilburði á undanförnum mánuðum og Bandaríkjamenn hafa heitið því að verja landið ráðist Kínverjar á það.

Olíufélögin fá undanþágu

Samkeppnisráð hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu til að skipta upp tíu samreknum bensínstöðvum á milli sín. Uppskiptingunni þarf að vera lokið fyrir 1. maí 2005.

Verktakar missa af hagnaðinum

Þrátt fyrir hækkun íbúðaverðs sýna fyrirtæki í byggingariðnaði mun minni hagnað en fyrirtæki í öðrum greinum, að mati Samtaka Iðnaðarins. Sveitarfélög, fjármálastofnanir, ríki, fasteignasalar og fasteignaheildsalar hirða bróðurpartinn af þeirri hækkun sem hefur orðið á verði íbúða.

Fá mun meira úr sjóði en greitt er

Vestfirðir, Norðurland og Austurland fá um helmingi meira úr flutningsjöfnunarsjóði olíuvara en þessir landshlutar greiða í hann og hafa þeir því mest gagn af honum. Þetta kom fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi í gær.

Slippstöðin féll á staðlavottun

Tilboð Slippstöðarinnar á Akureyri í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý, var metið þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin var metin jöfn pólska fyrirtækinu Morska, sem var hlutskarpast, í reynslu. Þá var Slippstöðin metin tveimur stigum neðar en Morska í verði.

Siglingaleiðir enn varasamar

Siglingaleiðir fyrir norðan land eru enn varasamar sökum hafíss. Leiðin um Horn er illfær en þar er ísinn mjög þéttur. Búist er við að litlar breytingar verði á legu íssins næsta sólarhringinn.

Kosið á morgun

Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi.

Engin sameining

Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar.

Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár

Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið.

Segja lögreglu hafa klúðrað málum

Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg.

Greitt fyrir upplýsingar um Aslan

Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það.

Vegir bættir í Svínahrauni

Framkvæmdir eru hafnar í Svínahrauni þar sem leggja á nýjan veg og breikka hluta hringvegarins. Verklok eru áætluð síðar á árinu en markmiðið er að auka öryggi vegfarenda.

Evrópskir karlar eru spikfeitir

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og nú er svo komið að í mörgum löndum álfunnar er hlutfall feitra karla hærra en í Bandaríkjunum.

Skorar á Hizbollah

George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna.

Má ekki banna hjónabönd

Dómari í Kaliforníuríki úrskurðaði í gær að það samræmdist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna að banna hommum og lesbíum að ganga í hjónaband því með því væri verið að brjóta jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar. Hjónabönd samkynhneigðra eru mikið hitamál í Bandaríkjunum um þessar mundir og mörg ríki samþykktu bann við slíkum hjónaböndum þegar gengið var til kosninga síðasta haust.

Helfararsafn opnað í Jerúsalem

Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað.

Sjá næstu 50 fréttir